Innlent

Hellisheiðinni lokað til austurs næstu tvö kvöld

Atli Ísleifsson skrifar
Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir milli 19:00 og 05:00.
Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir milli 19:00 og 05:00. Vísir/gva
Hellisheiðinni verður lokað til austurs næstu tvö kvöld og nætur vegna malbikunarframkvæmda. Til stendur að malbika um fjögurra kílómetra kafna efst í Skíðaskálabrekkunni.

Í tilkynningu frá Loftorku Reykjavík kemur fram að lokað verði fyrir umferð til austurs um Suðurlandsveg og umferð beint um Þrengslaveg.

Umferð sem á erindi í Hellisheiðarvirkjun verður hleypt framhjá, en umferð til vesturs verður ótrufluð.

„Áætlað er að framkvæmdirnar standi yfir milli 19:00 og 05:00. Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×