Fótbolti

Sverrir Ingi og félagar unnu fjórða leikinn í röð

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Sverrir í leik með íslenska landsliðinu
Sverrir í leik með íslenska landsliðinu visir/getty
Sverrir Ingi Ingason og félagar í FK Rostov unnu fjórða leik sinn í röð í rússnesku deildinni en þrátt fyrir að lenda undir snemma seinni hálfleiks vann Rostov 4-1 sigur.

Sverrir hóf leikinn í miðverðinum og lék allar nítíu mínútur leikins á heimavelli Ufa en staðan var markalaus í hálfleik.

Ondrej Vanek kom Ufa yfir á 55. mínútu en þetta var fyrsta markið í tæplega 360 mínútur sem Rostov fékk á sig. Alexandru Gatcan svaraði um hæl og jafnaði metin fyrir Rostov nokkrum mínútum síðar.

Timofey Kalachev kom Rostov yfir stuttu síðar og bætti við þriðja marki Rostov tveimur mínútum eftir annað markið en Miha Mevlja innsiglaði sigurinn fyrir gestina á 77. mínútu.

Með sigrinum kemst Rostov upp að hlið Zenit og Lokomotiv Moskvu í efsta sæti deildarinnar en þau, ásamt Krasnodar sem er þremur stigum eftir á, eiga öll leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×