Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Afturelding 21-24 | Mosfellingar unnu Meistarakeppnina Stefán Árni Pálsson skrifar 29. ágúst 2017 21:30 Ernir Hrafn Arnarson skoraði fimm mörk fyrir Aftureldingu. vísir/eyþór Afturelding vann góðan sigur á Íslands- og bikarmeisturum Vals í meistarakeppni HSÍ í Valshöllinni í kvöld en leikurinn fór 24-21. Markarskor Aftureldingar dreifðist en það var samt Ernir Hrafn Arnarson skoraði sex mörk fyrir Mosfellinga. Það var töluverður haustbragur á byrjun leiksins hjá Íslands- og bikarmeisturum Vals en Afturelding komst í 7-2 eftir rúmlega tíu mínútna leik. Það gekk ekkert upp sóknarlega hjá Val í byrjun leiksins. Valsmenn voru lengi í gang en það kom að lokum og var staðan 12-12 í hálfleik. Þegar leið á fyrri hálfleikinn fór varnarleikur heimamanna í gang og markvarslan kom í leiðinni. Valsmenn náðu upp forskoti Aftureldingar með hröðum sóknum og sá maður fína takta frá liðinu undir lok hálfleiksins. Á sama tíma voru gestirnir úr Mosfellsbænum ekkert sérstakir seinnihlutann í hálfleiknum. Leikurinn var mjög jafn í síðari hálfleiknum og aldrei munaði meira en þremur mörkum á liðunum. Afturelding var sterkari undir lokin og vann að lokum þriggja marka sigur. Valsmenn fóru mjög illa með dauðafæri og misnotuðu til að mynda þrjú vítaskot í seinni hálfleiknum. Afturelding vann því meistarakeppni HSÍ árið 2017.Mörk Vals: Anton Rúnarsson 5/2, Magnús Óli Magnússon 4, Vignir Stefánsson 4, Ásgeir Vignisson 3, Arnór Snær Óskarsson 2/2, Alexander Örn Júlíusson 1, Sveinn Jose Rivera 1, Stiven Tobar Valencia 1.Mörk Aftureldingar: Ernir Hrafn Arnarson 6/2, Einar Ingi Hrafnsson 4, Gunnar Þórsson 4, Mikk Pinnonen 4, Elvar Ásgeirsson 2, Gestur Ólafur Ingvarsson 2, Árni Bragi Eyjólfsson 2, Þorgrímur Smári Ólafsson 1. Einar Andri: Þessi titill skiptir okkur máli„Ég er mjög ánægður með liðið og rosalega ánægður með það að vinna loksins titil,“ segir Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir sigurinn í kvöld. „Þetta er fyrsti titilinn sem er í boði á þessu tímabili. Hann er kannski ekki sá stærsti en hann skiptir okkur máli. Það var gaman að taka þátt í þessum leik og Valsararnir mjög flottir og erfiðir við að eiga í kvöld.“ Einar segir að bæði lið hafi komið inn í þennan leik af fullum krafti. „Við erum að fara spila Evrópuleiki næstu tvo laugardaga og því var þetta mikilvægur leikur í því sambandi.“ Hann segir að það hafi verið svolítill haustbragur á liðinu að undanförnu en hann hafi loksins séð alvöru spilamennsku í kvöld. „Núna eru menn að stíga upp og við erum á réttri leið. Það eru allir að koma upp úr meiðslum og svona.“ Snorri: Klúðruðum of mörgum dauðafærum„Bara no comment,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, eftir leikinn í kvöld þegar hann var spurður af hverju hann spilaði ekki einu sekúndu í leiknum í kvöld. „Ég er frekar ánægður með baráttuna í strákunum. Við byrjuðum leikinn mjög illa en strákarnir sýndu karakter og komu til baka. Það var jákvætt. Í seinni hálfleik förum við illa að ráði okkar og brennum til að mynda af þremur vítaköstum og nokkrum hraðaupphlaupum.“ Ýmir Örn Gíslason og Orri Freyr Gíslason voru ekki með Val í kvöld en þeir mynduðu sterkasta varnarduett landsins á síðasta tímabili. „Þeir eru báðir meiddir,“ segir Snorri sem var mjög stuttorður í viðtalinu. Valsmenn hafa verið með japanskan leikmenn til reynslu síðustu daga. „Það kemur í ljóst á næstu dögum hvort við semjum við hann. Hann er fínn leikmaður og gæti styrkt liðið.“Eyþór Árnason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Valshöllinni í kvöld og tók myndirnar sem má sjá hér að neðan. Einar Andri hvetur sína menn áfram.vísir/eyþórSnorri Steinn ræðir við leikmenn Vals.vísir/eyþór Olís-deild karla
Afturelding vann góðan sigur á Íslands- og bikarmeisturum Vals í meistarakeppni HSÍ í Valshöllinni í kvöld en leikurinn fór 24-21. Markarskor Aftureldingar dreifðist en það var samt Ernir Hrafn Arnarson skoraði sex mörk fyrir Mosfellinga. Það var töluverður haustbragur á byrjun leiksins hjá Íslands- og bikarmeisturum Vals en Afturelding komst í 7-2 eftir rúmlega tíu mínútna leik. Það gekk ekkert upp sóknarlega hjá Val í byrjun leiksins. Valsmenn voru lengi í gang en það kom að lokum og var staðan 12-12 í hálfleik. Þegar leið á fyrri hálfleikinn fór varnarleikur heimamanna í gang og markvarslan kom í leiðinni. Valsmenn náðu upp forskoti Aftureldingar með hröðum sóknum og sá maður fína takta frá liðinu undir lok hálfleiksins. Á sama tíma voru gestirnir úr Mosfellsbænum ekkert sérstakir seinnihlutann í hálfleiknum. Leikurinn var mjög jafn í síðari hálfleiknum og aldrei munaði meira en þremur mörkum á liðunum. Afturelding var sterkari undir lokin og vann að lokum þriggja marka sigur. Valsmenn fóru mjög illa með dauðafæri og misnotuðu til að mynda þrjú vítaskot í seinni hálfleiknum. Afturelding vann því meistarakeppni HSÍ árið 2017.Mörk Vals: Anton Rúnarsson 5/2, Magnús Óli Magnússon 4, Vignir Stefánsson 4, Ásgeir Vignisson 3, Arnór Snær Óskarsson 2/2, Alexander Örn Júlíusson 1, Sveinn Jose Rivera 1, Stiven Tobar Valencia 1.Mörk Aftureldingar: Ernir Hrafn Arnarson 6/2, Einar Ingi Hrafnsson 4, Gunnar Þórsson 4, Mikk Pinnonen 4, Elvar Ásgeirsson 2, Gestur Ólafur Ingvarsson 2, Árni Bragi Eyjólfsson 2, Þorgrímur Smári Ólafsson 1. Einar Andri: Þessi titill skiptir okkur máli„Ég er mjög ánægður með liðið og rosalega ánægður með það að vinna loksins titil,“ segir Einar Andri Einarsson, þjálfari Aftureldingar, eftir sigurinn í kvöld. „Þetta er fyrsti titilinn sem er í boði á þessu tímabili. Hann er kannski ekki sá stærsti en hann skiptir okkur máli. Það var gaman að taka þátt í þessum leik og Valsararnir mjög flottir og erfiðir við að eiga í kvöld.“ Einar segir að bæði lið hafi komið inn í þennan leik af fullum krafti. „Við erum að fara spila Evrópuleiki næstu tvo laugardaga og því var þetta mikilvægur leikur í því sambandi.“ Hann segir að það hafi verið svolítill haustbragur á liðinu að undanförnu en hann hafi loksins séð alvöru spilamennsku í kvöld. „Núna eru menn að stíga upp og við erum á réttri leið. Það eru allir að koma upp úr meiðslum og svona.“ Snorri: Klúðruðum of mörgum dauðafærum„Bara no comment,“ segir Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Vals, eftir leikinn í kvöld þegar hann var spurður af hverju hann spilaði ekki einu sekúndu í leiknum í kvöld. „Ég er frekar ánægður með baráttuna í strákunum. Við byrjuðum leikinn mjög illa en strákarnir sýndu karakter og komu til baka. Það var jákvætt. Í seinni hálfleik förum við illa að ráði okkar og brennum til að mynda af þremur vítaköstum og nokkrum hraðaupphlaupum.“ Ýmir Örn Gíslason og Orri Freyr Gíslason voru ekki með Val í kvöld en þeir mynduðu sterkasta varnarduett landsins á síðasta tímabili. „Þeir eru báðir meiddir,“ segir Snorri sem var mjög stuttorður í viðtalinu. Valsmenn hafa verið með japanskan leikmenn til reynslu síðustu daga. „Það kemur í ljóst á næstu dögum hvort við semjum við hann. Hann er fínn leikmaður og gæti styrkt liðið.“Eyþór Árnason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Valshöllinni í kvöld og tók myndirnar sem má sjá hér að neðan. Einar Andri hvetur sína menn áfram.vísir/eyþórSnorri Steinn ræðir við leikmenn Vals.vísir/eyþór
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti