Fótbolti

Liðsfélagi Kára endaði úti í á eftir næturbrölt

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Gary Mackay-Steven, 26 ára leikmaður Aberdeen í Skotlandi, var bjargað úr ánni Kelvin aðfaranótt sunnudags en hann hafið verið að skemmta sér um nóttina. Mackay-Steven er liðsfélagi landsliðsmannsins Kára Árnasonar.

Fram kemur á vef BBC að Mackay-Steven hafi verið dreginn úr ánni af slökkviliðsmönnum klukkan 02.30 að staðartíma og að hann hafi svo verið fluttur á sjúkrahús.

Hann fékk aðhlynningu en félagið staðfestir að hann sé á góðum batavegi. „Félagið vill fyrir hönd Gary þakka þeim björgunaraðilum sem komu að aðgerðunum. Félagið mun ekki tjá sig frekar um þetta mál,“ sagði talsmaður í breskum fjölmiðlum í dag.

Hann var ónotaður varamaður í 4-3 sigri Aberdeen á Patrick Thistle um helgina en hann gekk í raðir félagsins í júlí í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×