Fótbolti

Nainggolan segist vilja hætta að spila með landsliði Belga

Elías Orri Njarðarson skrifar
Radja Nainggolan er harður í horn að taka inn á vellinum
Radja Nainggolan er harður í horn að taka inn á vellinum visir/getty
Belgíski miðjumaðurinn er ósáttur við ákvörðun Roberto Martinez, landsliðsþjálfara Belgíu,  að velja hann ekki í landsliðshópinn í komandi landsleikjum Belga.

Nainggolan, sem leikur með Roma í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, vandar Martinez ekki kveðjurnar en Nainggolan hefur ekki átt reglulegt sæti í sterku landsliði Belga.

Nainggolan fer svo langt í að gagnrýna val Martinez og lét hafa eftir sér að hann skilji ekki ákvörðun landsliðsþjálfarans í að velja Youri Tielemans, unga miðjumanninn hjá Monaco, sem að sögn Nainggolan situr bara á bekknum hjá liðinu og spilar bara örfáar mínútur.

Miðjumaðurinn hélt áfram og talaði um að Martinez hafi sagt við hann að Nainggolan væri ekki nægilega einbeittur til þess að spila fyrir landsliðið.

Þessi kröftugi miðjumaður hefur leikið 29 landsleiki fyrir Belgíu en nú lítur út fyrir að þeir verði ekki fleiri - allavega ekki undir stjórn Roberto Martinez.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×