Enski boltinn

Jón Daði skoraði fyrir Reading

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Jón Daði Böðvarsson.
Jón Daði Böðvarsson. Vísir/Getty
Jón Daði Böðvarsson var í fyrsta skipti í byrjunarliði Reading þegar liðið sótti Birmingham heim í ensku 1.deildinni í dag.

Selfyssingurinn gerði sér lítið fyrir og skoraði fyrsta mark Reading á 60. mínútu. George Evans innsiglaði svo sigur Reading á 85. mínútu.

Jóni Daða var svo skipt út af á 88. mínútu fyrir Sam Smith.

Jón Daði kom til Reading frá Wolves í sumar, en hefur verið að glíma við meiðsli og ekki komið við sögu hjá Reading til þessa á tímabilinu.

Axel Óskar Andrésson sat allan leikinn á bekknum fyrir Reading.

Aron Einar Gunnarsson var á sínum stað í byrjunarliði Cardiff gegn QPR á heimavelli.

Matt Smith kom QPR yfir á 15. mínútu, en Junior Hoilett jafnaði fyrir heimamenn á 22. mínútu.

Sol Bamba kom Cardiff yfir í uppbótartíma fyrri hálfleiks og þar við sat, Cardiff fór með 2 - 1 sigur.

Cardiff er á toppi Championship deildarinnar með fullt hús stiga eftir fimm leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×