Innlent

Eggvopnið rúmlega metri að lengd

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Frá Buckingham-höll í gærkvöldi
Frá Buckingham-höll í gærkvöldi
Maðurinn sem handtekinn var fyrir utan Buckingham-höll í Lundunúm í gærkvöldi var vopnaður „120 sentímetra löngu sverði,“ að sögn lögreglunnar þar í borg.

Honum er einnig gefið að sök að hafa ekið bíl sínum á lögreglubifreið af ásettu ráði. Verið er að yfirheyra manninn.

Að sögn yfirmanns hjá hryðjuverkadeild lögreglunnar gáfu tveir óeinkennisklæddir lögreglumenn sig á tal við manninn eftir áreksturinn. Maðurinn hafi brugðist illa við og teygt sig í rúmlega eins metra langt sverð sem hann hafði í bílnum.

Maðurinn veittist lögreglumönnunum sem slösuðst lítillega í árásinni. Þeim tókst að yfirbuga manninn sem var handtekinn fyrir utan höllina - sem er opinbert heimili Elísabetar II Englandsdrottningar. Svæðinu þar sem árásin átti sér stað var lokað um tíma en opnað hefur verið fyrir umferð á ný.

„Táragas var notað í aðgerðunum og meðan á átökunum stóð kallaði hinn grunaði ítrekað „Allahu Akbar",“ er haft eftir yfirmanninum á vef BBC.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×