Innlent

Erfðablöndun mátti greina í sex vatnsföllum

Benedikt Bóas skrifar
Greining á skyldleika vestfirsku laxastofnanna við aðra laxastofna á Íslandi bendir til að þeir myndi sérstakan erfðahóp.
Greining á skyldleika vestfirsku laxastofnanna við aðra laxastofna á Íslandi bendir til að þeir myndi sérstakan erfðahóp. Fréttablaðið/Vilhelm
Hafrannsóknastofnun hefur lokið við rannsókn á erfðablöndun eldislax og náttúrulegs lax í laxastofnum á Vestfjörðum. Vísbendingar um erfðablöndun mátti greina í sex vatnsföllum og þar af voru skýr merki í Botnsá í Tálknafirði og í Sunndalsá í Trostansfirði sem er einn af innfjörðum Arnarfjarðar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hafrannsóknastofnun.

Aldursgreining á blendingum tengdi erfðablöndunina við þekktar göngur kynþroska eldislaxa í vatnsföll á árunum 2014 og 2015. Gögnin benda einnig til að erfðablöndun hafi orðið árið 2012 en líkt og árið 2015 voru engar sleppingar laxa úr sjókvíum tilkynntar þá. Greining á skyldleika vestfirsku laxastofnanna við aðra laxastofna á Íslandi bendir til að þeir myndi sérstakan erfðahóp og eru því líklega mikilvægir m.t.t. líffræðilegs fjölbreytileika.

Í rannsókninni var erfðablöndun könnuð meðal villtra laxa í nágrenni eldissvæða á Vestfjörðum. Einnig var skyldleiki stofna svæðisins við aðra stofna á Íslandi kannaður með samanburði við 26 laxastofna. Samtals voru 701 seiði úr 16 vatnsföllum á svæðinu frá Súgandafirði til Rauðasands erfðagreind með fimmtán örtunglum. 


Tengdar fréttir

Lýsa því yfir að laxeldi muni bæta lífsgæði íbúa

Horfið er frá áformum um laxeldi innarlega í Eyjafirði og er nú horft utar í fjörðinn. Arnarlax og Fjallabyggð segjast í yfirlýsingu undirbúa starfsstöð í Ólafsfirði fyrir tíu þúsund tonna framleiðslu.

Segja hagsmuni íbúa að engu hafða

Sveitarstjórarnir segja fund sinn með nefndinni, sem haldinn var 1. ágúst síðastliðinn, hafa ollið þeim verulegum vonbrigðum. Þá er þess krafist að skýrsla um hagræn, lýðfræðileg og menningarleg áhrif fiskeldis á byggðir við Ísafjarðardjúp verði einnig höfð til grundvallar við ákvörðun um fiskeldisuppbyggingu í Ísafjarðardjúpi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×