Innlent

Fíkniefni fundust á róluvelli

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Dagmæður sem hafa aðstöðu í húsi á róluvelli við Rauðalæk fundu fíkniefni og umbúðir utan af sprautunálum á leikvellinum í gær. Íbúar í hverfinu voru í kjölfarið varaðir við á Facebook-síðu íbúa hverfisins og foreldrar hvattir til að skoða leikvöllinn vel áður en leikur hefst.

Börnin sváfu öll þegar við fundum þessar umbúðir og efnin þannig að við gátum þrifið þetta upp. Svo sótthreinsuðum við svæðið hátt og lágt leituðum bara af okkur allan grun í garðinum,“ sagði Dagmar Ósk Harðardóttir, önnur dagmæðranna. Þær hafa aldrei orðið varar við neitt þessu líkt á leiksvæðinu áður. Aðspurð sagðist Dagmar engar leiðbeiningar hafa fengið frá borginni eða öðrum um viðbrögð við fundi fíkniefna eða sprautunála.

Aðrir dagforeldrar sem Fréttablaðið ræddi við sögðust hafa heyrt af sprautunálafundum dagforeldra í borginni en ekki fengið sérstakar leiðbeiningar um hvernig bregðast eigi við í slíkum tilvikum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×