Tuttugu Stjörnumörk í tveimur Evrópuleikum | Nýtt íslenskt met í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. ágúst 2017 15:57 Leikurinn í dag var eins og létt æfing fyrir Stjörnukonur. Vísir/Eyþór Stjörnukonur buðu upp á aðra markaveisluna í röð í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í Króatíu í dag þegar Garðabæjarliðið vann 11-0 sigur á ZFK Istanov frá Makedóníu. Þetta er stærsti sigur íslensk liðs í Evrópukeppni frá upphafi en gamla metið fyrir Evrópukeppnina í ár var 9-0 sigur Valskvenna á ísraelska liðinu Maccabi Holon árið 2008. Stjarnan jafnaði metið í fyrsta leiknum í riðlinum og bætti það síðan í kvöld. Þetta er líka í fyrsta sinn sem íslenskt lið skorar meira en tíu mörk í einum og sama Evrópuleiknum. Stjarnan vann 9-0 sigur á færeyska liðinu frá Klaksvík í fyrsta leik sínum í riðlinum og hefur þar með skoraði tuttugu mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum. Síðasti leikurinn á móti heimastúlkum í Osijek verður hreinn úrslitaleikur um sæti í 32 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði tvö mörk í leiknum í dag auk þess að gefa 2 stoðsendingar og er þar með búin að skora fjögur mörk og gefa þrjár stoðsendingar í fyrstu tveimur Evrópuleikjum sínum á ferlinum. Hún lék með Selfossi þegar Stjarnan komst síðast í Evrópukeppni. Donna Key Henry skoraði þrennu á fyrstu átta mínútum seinni hálfleiksins en hún er þar með komin með fimm mörk samanlagt í þessum tveimur leikjum. Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði þrennu í dag og er því með fjögur mörk samanlagt. Þessar þrjár hafa því allar skorað meira en tvö mörk að meðaltali í leik í þessum tveimur leikjum. Fyrsta mark Stjörnuliðsins í dag skoraði Lorina White en svo tóku þær Katrín, Guðmunda og Donna við. Ana Victoria Cate fékk tækifæri til að skora tíunda markið en lét verja frá sér vítaspyrnu á 86. mínútu. Það kom hinsvegar tveimur mínútum síðar en markaskorararinn var Viktoría Valdís Guðrúnardóttir. Ellefta og síðasta markið var síðan sjálfsmark eins leikmanns Istanov.Stjarnan - ZFK Istanov 11-0 (5-0) 1-0 Lorina White (18.) 2-0 Katrín Ásbjörnsdóttir (31.) 3-0 Guðmunda Brynja Óladóttir (43.) 4-0 Katrín Ásbjörnsdóttir (43.) 5-0 Guðmunda Brynja Óladóttir (45.+3) 6-0 Donna Key Henry (47.) 7-0 Donna Key Henry (51.) 8-0 Donna Key Henry (53.) 9-0 Katrín Ásbjörnsdóttir (62.) 10-0 Viktoría Valdís Guðrúnardóttir (88.) 11-0 Sjálfsmark (90.+1) Fótbolti Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Sjá meira
Stjörnukonur buðu upp á aðra markaveisluna í röð í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í Króatíu í dag þegar Garðabæjarliðið vann 11-0 sigur á ZFK Istanov frá Makedóníu. Þetta er stærsti sigur íslensk liðs í Evrópukeppni frá upphafi en gamla metið fyrir Evrópukeppnina í ár var 9-0 sigur Valskvenna á ísraelska liðinu Maccabi Holon árið 2008. Stjarnan jafnaði metið í fyrsta leiknum í riðlinum og bætti það síðan í kvöld. Þetta er líka í fyrsta sinn sem íslenskt lið skorar meira en tíu mörk í einum og sama Evrópuleiknum. Stjarnan vann 9-0 sigur á færeyska liðinu frá Klaksvík í fyrsta leik sínum í riðlinum og hefur þar með skoraði tuttugu mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum. Síðasti leikurinn á móti heimastúlkum í Osijek verður hreinn úrslitaleikur um sæti í 32 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði tvö mörk í leiknum í dag auk þess að gefa 2 stoðsendingar og er þar með búin að skora fjögur mörk og gefa þrjár stoðsendingar í fyrstu tveimur Evrópuleikjum sínum á ferlinum. Hún lék með Selfossi þegar Stjarnan komst síðast í Evrópukeppni. Donna Key Henry skoraði þrennu á fyrstu átta mínútum seinni hálfleiksins en hún er þar með komin með fimm mörk samanlagt í þessum tveimur leikjum. Katrín Ásbjörnsdóttir skoraði þrennu í dag og er því með fjögur mörk samanlagt. Þessar þrjár hafa því allar skorað meira en tvö mörk að meðaltali í leik í þessum tveimur leikjum. Fyrsta mark Stjörnuliðsins í dag skoraði Lorina White en svo tóku þær Katrín, Guðmunda og Donna við. Ana Victoria Cate fékk tækifæri til að skora tíunda markið en lét verja frá sér vítaspyrnu á 86. mínútu. Það kom hinsvegar tveimur mínútum síðar en markaskorararinn var Viktoría Valdís Guðrúnardóttir. Ellefta og síðasta markið var síðan sjálfsmark eins leikmanns Istanov.Stjarnan - ZFK Istanov 11-0 (5-0) 1-0 Lorina White (18.) 2-0 Katrín Ásbjörnsdóttir (31.) 3-0 Guðmunda Brynja Óladóttir (43.) 4-0 Katrín Ásbjörnsdóttir (43.) 5-0 Guðmunda Brynja Óladóttir (45.+3) 6-0 Donna Key Henry (47.) 7-0 Donna Key Henry (51.) 8-0 Donna Key Henry (53.) 9-0 Katrín Ásbjörnsdóttir (62.) 10-0 Viktoría Valdís Guðrúnardóttir (88.) 11-0 Sjálfsmark (90.+1)
Fótbolti Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Fleiri fréttir Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Sjá meira