Enski boltinn

City búið að gefast upp á Mbappe

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kylian Mbappe í leik með Monaco.
Kylian Mbappe í leik með Monaco. Vísir/Getty
Txiki Begiristain, yfirmaður knattspyrnumála hjá Manchester City, hefur útilokað að félagið muni kaupa Kylian Mbappe frá Monaco úr þessu og segir að það sé ómögulegt.

Hinn átján ára Mbappe hefur verið sterklega orðaður við PSG síðustu vikurnar sem virtist hafa haft betur í kapphlaupinu um kappann við meðal annarra Real Madrid og City.

„Við erum ekki lengur með í kapphlaupinu,“ sagði hann. „Það er ómögulegt að ná þessu á þeim tíma sem eftir er af félagaskiptaglugganum.“

Mbappe skoraði 24 mörk með Monaco á síðasta tímabili en hefur ekki komið við sögu í síðustu tveimur leikjum liðsins. Þá var hann rekinn heim af æfingu á dögunum eftir að hafa rifist við liðsfélaga.

Sjá einnig: Mbappé rekinn heim af síðustu æfingu

Begiristain hefur einnig útilokað þann möguleika að City muni semja við Lionel Messi, eins og einhverjir fjölmiðlar hafa gefið í skyn. „Messi verður áfram hjá Barcelona. Það er fullvíst,“ sagði hann.


Tengdar fréttir

Fullyrt að Mbappe semji við PSG

Muni elta Brasilíumanninn Neymar til PSG sem er sagt ætla að greiða 180 milljónir evra fyrir ungstirnið.

Mbappé ekki í hóp í kvöld

Kylian Mbappé er ekki í leikmannahópi Monaco sem mætir Metz í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×