Madsen heldur sig við fyrri skýringar á láti Kim Wall Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. ágúst 2017 23:30 Sænska blaðakonan Kim Wall var stödd um borð í kafbátnum UC3 Nautilus ásamt eigandanum Peter Madsen á fimmtudagskvöldinu 10. ágúst síðastliðinn. Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen heldur sig við þær skýringar að slys um borð í kafbátnum UC3 Nautilus hafi orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana, þrátt fyrir að sundurlimað lík hennar hafi fundist. Þetta segir Betina Hald Engmark, verjandi Madsen. Hún segir að skjólstæðingur sinn fylgist grannt með gangi rannsóknar málsins úr fangelsinu. Hann neitar því að hafa verið valdur að dauða Wall en hefur játað að hafa varpað líki hennar fyrir borð.Líkt og greint hefur verið frá staðfesti danska lögreglan í dag að líkið sem fannst sundurlimað við strendur Amager sé af Wall. Málmstykki var bundið á líkið til þess að tryggja að það myndi sökkva til botns. Einnig voru áverkar á líkinu sem þykja sýna að stungin hafi verið göt á líkið til þess að koma í veg fyrir að það myndi fljóta eða reka á land, auk þess sem að blóð úr Wall fannst í kafbátnum sem sökkt var viljandi skömmu eftir hvarf Wall. Eva Smith Asmussen, prófessor í lögfræði sagði í samtali við TV2 í dag að það hlutverk bíði nú saksóknara að færa sönnur á það að Madsen hafi orðið valdur að dauða Wall. Segir Asmussen að þrátt fyrir að sundurlimað lík Wall hafi fundist og að ýmislegt hafi verið gert til þess að koma í veg fyrir að það myndi finnast sé ekki hægt að útiloka að Madsen sé að segja sannleikann. „Oftar en ekki er það sá sem bútar lík í sundar sem er valdur að dauða einstaklingsins. Það er hins vegar ekki hægt að útiloka að slys hafi átt sér stað og hann hafi einfaldlega farið á taugum haldandi að enginn myndi trúa sér.“ Dánarorsök Wall eru enn ókunn en Madsen situr í gæsluvarðhaldi til 5. september næstkomandi. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Sundurlimaða líkið af Kim Wall Kvenmannslíkið sem Kaupmannahafnarlögreglan fann við strendur Amager á mánudag er af sænsku blaðakonunni Kim Wall. 23. ágúst 2017 06:02 Málmstykki var bundið á lík Kim Wall Málmstykki var bundið á líkamsleifar Kim Wall og staðfesti lögregla að blóð úr henni hafi fundist í kafbátnum. 23. ágúst 2017 08:35 Kim Wall: Einbeitt, metnaðarfull og hafði dálæti á vinnunni Sænska blaðakonan Kim Wall varð einungis þrítug, en á ferli sínum sem blaðamaður starfaði hún meðal annars í Afríku, Asíu, Bandaríkjunum og Kyrrahafi. 23. ágúst 2017 10:20 Mál Kim Wall: Lögregla kannar möguleg tengsl við eldri óupplýst mál Aðstoðarlögreglustjórinn Jens Møller segir það vera venju í manndrápsmálum að kanna möguleg tengsl við eldri, óupplýst mál. 23. ágúst 2017 11:07 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Danski uppfinningamaðurinn Peter Madsen heldur sig við þær skýringar að slys um borð í kafbátnum UC3 Nautilus hafi orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana, þrátt fyrir að sundurlimað lík hennar hafi fundist. Þetta segir Betina Hald Engmark, verjandi Madsen. Hún segir að skjólstæðingur sinn fylgist grannt með gangi rannsóknar málsins úr fangelsinu. Hann neitar því að hafa verið valdur að dauða Wall en hefur játað að hafa varpað líki hennar fyrir borð.Líkt og greint hefur verið frá staðfesti danska lögreglan í dag að líkið sem fannst sundurlimað við strendur Amager sé af Wall. Málmstykki var bundið á líkið til þess að tryggja að það myndi sökkva til botns. Einnig voru áverkar á líkinu sem þykja sýna að stungin hafi verið göt á líkið til þess að koma í veg fyrir að það myndi fljóta eða reka á land, auk þess sem að blóð úr Wall fannst í kafbátnum sem sökkt var viljandi skömmu eftir hvarf Wall. Eva Smith Asmussen, prófessor í lögfræði sagði í samtali við TV2 í dag að það hlutverk bíði nú saksóknara að færa sönnur á það að Madsen hafi orðið valdur að dauða Wall. Segir Asmussen að þrátt fyrir að sundurlimað lík Wall hafi fundist og að ýmislegt hafi verið gert til þess að koma í veg fyrir að það myndi finnast sé ekki hægt að útiloka að Madsen sé að segja sannleikann. „Oftar en ekki er það sá sem bútar lík í sundar sem er valdur að dauða einstaklingsins. Það er hins vegar ekki hægt að útiloka að slys hafi átt sér stað og hann hafi einfaldlega farið á taugum haldandi að enginn myndi trúa sér.“ Dánarorsök Wall eru enn ókunn en Madsen situr í gæsluvarðhaldi til 5. september næstkomandi.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Sundurlimaða líkið af Kim Wall Kvenmannslíkið sem Kaupmannahafnarlögreglan fann við strendur Amager á mánudag er af sænsku blaðakonunni Kim Wall. 23. ágúst 2017 06:02 Málmstykki var bundið á lík Kim Wall Málmstykki var bundið á líkamsleifar Kim Wall og staðfesti lögregla að blóð úr henni hafi fundist í kafbátnum. 23. ágúst 2017 08:35 Kim Wall: Einbeitt, metnaðarfull og hafði dálæti á vinnunni Sænska blaðakonan Kim Wall varð einungis þrítug, en á ferli sínum sem blaðamaður starfaði hún meðal annars í Afríku, Asíu, Bandaríkjunum og Kyrrahafi. 23. ágúst 2017 10:20 Mál Kim Wall: Lögregla kannar möguleg tengsl við eldri óupplýst mál Aðstoðarlögreglustjórinn Jens Møller segir það vera venju í manndrápsmálum að kanna möguleg tengsl við eldri, óupplýst mál. 23. ágúst 2017 11:07 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Sundurlimaða líkið af Kim Wall Kvenmannslíkið sem Kaupmannahafnarlögreglan fann við strendur Amager á mánudag er af sænsku blaðakonunni Kim Wall. 23. ágúst 2017 06:02
Málmstykki var bundið á lík Kim Wall Málmstykki var bundið á líkamsleifar Kim Wall og staðfesti lögregla að blóð úr henni hafi fundist í kafbátnum. 23. ágúst 2017 08:35
Kim Wall: Einbeitt, metnaðarfull og hafði dálæti á vinnunni Sænska blaðakonan Kim Wall varð einungis þrítug, en á ferli sínum sem blaðamaður starfaði hún meðal annars í Afríku, Asíu, Bandaríkjunum og Kyrrahafi. 23. ágúst 2017 10:20
Mál Kim Wall: Lögregla kannar möguleg tengsl við eldri óupplýst mál Aðstoðarlögreglustjórinn Jens Møller segir það vera venju í manndrápsmálum að kanna möguleg tengsl við eldri, óupplýst mál. 23. ágúst 2017 11:07