Þarf yfir tvö hundruð nýjar íbúðir á ári Sæunn Gísladóttir skrifar 24. ágúst 2017 07:00 Íbúum Reykjanesbæjar fjölgaði um 8,6 prósent á síðastliðnu ári. vísir/stefán „Á síðustu tólf mánuðum frá júlí 2016 til júlí 2017 er fólksfjölgunin 8,6 prósent í Reykjanesbæ. Þetta er algjörlega fordæmalaust. Þetta er það mesta sem við höfum séð. Talað er um í þessum fræðum að 1,3 til 1,5 prósent fjölgun sé eðlileg og æskileg,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Mikil fólksfjölgun hefur orðið á Suðurnesjum undanfarin misseri og virðist ekkert lát á fjölguninni. Það sem af er ári hefur íbúum í Reykjanesbæ fjölgað um 7,3 prósent. En á síðasta ári fjölgaði íbúum um 8 prósent.Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Mynd/AðsendSamkvæmt spá Framtíðarseturs Íslands, rannsóknarseturs sem rannsakar samfélagstengda framtíðarþróun og önnur samfélagsverkefni, mun íbúum á Suðurnesjum fjölga um 55 prósent til ársins 2030 miðað við íbúafjölda síðasta árs og verða þá 34.800. Sé miðað við 2,5 íbúa á hverja íbúð má áætla að byggja þurfi hátt í 400 íbúðir á ári á Suðurnesjum næstu þrettán árin til að bregðast við fjölgun íbúa á svæðinu. Kjartan áætlar að miðað við að hægi aðeins á fjölgun íbúa eftir næstu tvö ár þá þurfi að byggja um 2.200 íbúðir í Reykjanesbæ til ársins 2030 eða tæplega 200 á ári. Hann telur þó að Reykjanesbær geti tekið við slíkri fólksfjölgun. „Við endurskoðuðum aðalskipulag Reykjanesbæjar og kláruðum það í vor. Nú er komið í gildi nýtt aðalskipulag sem gildir til 2030. Þar er gert ráð fyrir nokkrum sviðsmyndum varðandi íbúaþróun og íbúafjölgun. Fjölgun er gríðarleg núna, var gríðarleg í fyrra, en ef við gefum okkur síðan að þetta dragist aðeins saman og meðalfjölgun verði um 2,5 prósent á ári á þessu tímabili þá þurfum við að byggja um 2.200 íbúðir. Aðalskipulagið gerir ráð fyrir því að það sé nægt framboð af landi,“ segir Kjartan. „Þannig að ég held að við séum klár í þennan kúf sem var í fyrra og er núna og verður að minnsta kosti á næstu tveimur árum. Við getum ráðið við hann, en ef við sjáum ekki fram á að fólksfjölgunin dragist saman þá þurfa menn að endurskoða deiliskipulag,“ segir Kjartan. Nú þegar hefur íbúum fjölgað töluvert á Suðurnesjum á árinu en á öðrum ársfjórðungi voru þeir rúmlega 25 þúsund, eða tæplega 5 prósent fleiri en í ársbyrjun, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Eftirspurn eftir íbúðum á svæðinu er nú þegar töluverð svo búast má við að þörfin fyrir húsnæði sé jafnvel enn meiri. Fréttastofa 365 hefur fjallað ítarlega um húsnæðisskort á svæðinu undanfarin misseri, sérstaklega meðal fólks á leigumarkaði. „Það er verið að taka í notkun hvern einasta fermetra á svæðinu,“ segir Kjartan. Hann bendir á að miklar byggingaframkvæmdir standi yfir um þessar mundir. Mikill viðsnúningur hefur orðið á Suðurnesjum síðustu ár. Fram kemur í skýrslu Íslandsbanka, Suðurnes í sókn, að atvinnuleysi á svæðinu sé nú lítið sem ekkert og atvinnusköpun, sérstaklega í kringum flugvöllinn, hafi verið mikil. Íbúum á svæðinu hafi fjölgað gríðarlega, hlutfallslega langmest miðað við aðra landshluta, og nú sé svo komið að eftirspurn eftir húsnæði sé mjög mikil. Kjartan segir að flugvöllurinn trekki að töluvert af fólki, sérstaklega af erlendum uppruna. „Það er rosalega hátt hlutfall af íbúum núna með erlent ríkisfang, eða 19,4 prósent af íbúum Reykjanesbæjar. Í sumum skólum er hlutfall nemenda með erlent ríkisfang komið upp í 30 prósent. Í skýrslu sem gerð var fyrir Isavia, og er þá miðað við farþegaspá og vöxt í millilandafluginu, mun störfum í kringum millilandaflugið fjölga um að meðaltali 400 á ári, sem er eins og eitt stykki álver á ári,“ segir Kjartan. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
„Á síðustu tólf mánuðum frá júlí 2016 til júlí 2017 er fólksfjölgunin 8,6 prósent í Reykjanesbæ. Þetta er algjörlega fordæmalaust. Þetta er það mesta sem við höfum séð. Talað er um í þessum fræðum að 1,3 til 1,5 prósent fjölgun sé eðlileg og æskileg,“ segir Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Mikil fólksfjölgun hefur orðið á Suðurnesjum undanfarin misseri og virðist ekkert lát á fjölguninni. Það sem af er ári hefur íbúum í Reykjanesbæ fjölgað um 7,3 prósent. En á síðasta ári fjölgaði íbúum um 8 prósent.Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar. Mynd/AðsendSamkvæmt spá Framtíðarseturs Íslands, rannsóknarseturs sem rannsakar samfélagstengda framtíðarþróun og önnur samfélagsverkefni, mun íbúum á Suðurnesjum fjölga um 55 prósent til ársins 2030 miðað við íbúafjölda síðasta árs og verða þá 34.800. Sé miðað við 2,5 íbúa á hverja íbúð má áætla að byggja þurfi hátt í 400 íbúðir á ári á Suðurnesjum næstu þrettán árin til að bregðast við fjölgun íbúa á svæðinu. Kjartan áætlar að miðað við að hægi aðeins á fjölgun íbúa eftir næstu tvö ár þá þurfi að byggja um 2.200 íbúðir í Reykjanesbæ til ársins 2030 eða tæplega 200 á ári. Hann telur þó að Reykjanesbær geti tekið við slíkri fólksfjölgun. „Við endurskoðuðum aðalskipulag Reykjanesbæjar og kláruðum það í vor. Nú er komið í gildi nýtt aðalskipulag sem gildir til 2030. Þar er gert ráð fyrir nokkrum sviðsmyndum varðandi íbúaþróun og íbúafjölgun. Fjölgun er gríðarleg núna, var gríðarleg í fyrra, en ef við gefum okkur síðan að þetta dragist aðeins saman og meðalfjölgun verði um 2,5 prósent á ári á þessu tímabili þá þurfum við að byggja um 2.200 íbúðir. Aðalskipulagið gerir ráð fyrir því að það sé nægt framboð af landi,“ segir Kjartan. „Þannig að ég held að við séum klár í þennan kúf sem var í fyrra og er núna og verður að minnsta kosti á næstu tveimur árum. Við getum ráðið við hann, en ef við sjáum ekki fram á að fólksfjölgunin dragist saman þá þurfa menn að endurskoða deiliskipulag,“ segir Kjartan. Nú þegar hefur íbúum fjölgað töluvert á Suðurnesjum á árinu en á öðrum ársfjórðungi voru þeir rúmlega 25 þúsund, eða tæplega 5 prósent fleiri en í ársbyrjun, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Eftirspurn eftir íbúðum á svæðinu er nú þegar töluverð svo búast má við að þörfin fyrir húsnæði sé jafnvel enn meiri. Fréttastofa 365 hefur fjallað ítarlega um húsnæðisskort á svæðinu undanfarin misseri, sérstaklega meðal fólks á leigumarkaði. „Það er verið að taka í notkun hvern einasta fermetra á svæðinu,“ segir Kjartan. Hann bendir á að miklar byggingaframkvæmdir standi yfir um þessar mundir. Mikill viðsnúningur hefur orðið á Suðurnesjum síðustu ár. Fram kemur í skýrslu Íslandsbanka, Suðurnes í sókn, að atvinnuleysi á svæðinu sé nú lítið sem ekkert og atvinnusköpun, sérstaklega í kringum flugvöllinn, hafi verið mikil. Íbúum á svæðinu hafi fjölgað gríðarlega, hlutfallslega langmest miðað við aðra landshluta, og nú sé svo komið að eftirspurn eftir húsnæði sé mjög mikil. Kjartan segir að flugvöllurinn trekki að töluvert af fólki, sérstaklega af erlendum uppruna. „Það er rosalega hátt hlutfall af íbúum núna með erlent ríkisfang, eða 19,4 prósent af íbúum Reykjanesbæjar. Í sumum skólum er hlutfall nemenda með erlent ríkisfang komið upp í 30 prósent. Í skýrslu sem gerð var fyrir Isavia, og er þá miðað við farþegaspá og vöxt í millilandafluginu, mun störfum í kringum millilandaflugið fjölga um að meðaltali 400 á ári, sem er eins og eitt stykki álver á ári,“ segir Kjartan.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira