Innlent

Enginn Thomas Møller í dómsal

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Thomas Möller gaf skýrslu í gær en mun ekki koma í Héraðsdóm Reykjaness í dag.
Thomas Möller gaf skýrslu í gær en mun ekki koma í Héraðsdóm Reykjaness í dag. Fréttablaðið/Eyþór
Thomas Møller Olsen mun ekki koma í Héraðsdóm Reykjaness í dag þar sem aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn honum heldur áfram. Kolbrún Benediktsdóttir, saksóknari í málinu, staðfesti þetta við blaðamann Vísi í dómsal í morgun.

Thomas, sem ákærður er fyrir að hafa orðið Birnu Brjánsdóttur að bana í janúar, gaf skýrslu í málinu í gær og sat sem fastast í dómsal á meðan hvert vitnið á fætur öðru gaf skýrslu fyrir dómi. Í dag munu um tuttugu vitni koma fyrir dóminn eða gefa vitnisburð símleiðis.

Sat Thomas og horfði lengst af út um gluggann á dómssalnum og gætti þess jafnframt að hylja andlit sitt í hvert skipti sem dyrnar á dómsalnum voru opnaðar.

Vísir fylgist með öllu því sem fram fer í dómsal í beinni textalýsingu, sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×