Björn Bergmann Sigurðarson skoraði fyrra mark Molde í 3-2 tapi liðsins gegn Stabæk í norsku úrvalsdeildinni í dag.
Markið var af glæsilegri gerðinni, frábær fyrirgjöf inn í teiginn sem Björn Bergmann tók viðstöðulaust með vinstri fæti og þrumaði í fjærhornið. Markið kom á 61. mínútu í stöðunni 2-0 fyrir Stabæk.
Óttar Magnús Karlsson var ekki í leikmannahóp Molde í dag.
Aron Elís Þrándarson skoraði annað mark Ålesund sem tapaði 3-2 á útivelli gegn Tromsø.
Adam Örn Arnarson og Daníel Grétarsson voru einnig í byrjunarliði Ålesund en Aron Sigurðarson var ekki í leikmannahóp Tromsø.
Matthías Vilhjálmsson var í byrjunarliði Rosenborg sem tapaði 0-1 fyrir Haugesund. Tore Reginiussen skoraði sjálfsmark á 26. mínútu sem reyndist ráða úrslitum leiksins.
Rosenborg er þó áfram á toppi deildarinnar með 41 stig.
Ingvar Jónsson var á milli stanganna hjá Sandefjord sem tapaði 1-0 fyrir Odd.
Fótbolti