Enski boltinn

Sjáðu öll mörkin úr laugardagsleikjum enska boltans

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Enski boltinn er kominn á fulla ferð en önnur umferð ensku úrvalsdeildarinnar fer fram um helgina. Sjö leikir fóru fram í gær og var nóg um að vera á annasömum degi.

Vísir hefur nú tekið saman samantektarmyndbönd með öllum leikjunum sjö í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Manchester United og West Bromwich Albion eru með fullt hús stiga á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir leiki laugardagsins.

Liverpool vann sinn fyrsta sigur í fyrsta leik tímabilsins á Anfield þökk sé sigurmarki frá Sadio Mane en Arsenal menn töpuðu aftur á móti 1-0 á útivelli á móti Stoke.

West Brom hefur unnið báða leiki sína 1-0 en United-menn eru aftur á móti með markatöluna 8-0 eftir fyrstu tvær umferðirnar. West Brom vann 1-0 útisigur á Burnley í gær en Manchester United vann 4-0 sigur á Gylfa-lausum Swansea City á Liberty leikvanginum.

Southampton vann dramatískan sigur á West Ham með sigurmarki úr víti í uppbótartíma en West Hamm hafði unnið upp tveggja marka forskot manni færri.

Watford vann 2-0 útisigur á Bournemouth og Leicester City vann 2-0 heimasigur á nýliðum Brighton & Hove Albion.

Bournemouth, Brighton, Crystal Palace og West Ham hafa öll tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á leiktíðinni og West Ham er eina liðið af þeim sem hefur náð að skora.

Allt þetta má sjá í samantektum leikjanna hér fyrir neðan, sem og allra annarra leikja í gær.

Swansea 0 - 4 Manchester United
Stoke 1 - 0 Arsenal
Southampton 3 - 2 West Ham
Liverpool 1 - 0 Crystal Palace
Leicester 2 - 0 Brighton
Burnley 0 - 1 West Brom
Bournemouth 0 - 2 Watford



Fleiri fréttir

Sjá meira


×