Fórna frekar atkvæðarétti en að hafa enga aðkomu að ráðum Sigurður Mikael Jónsson skrifar 31. ágúst 2017 06:00 Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir segir Framsókn og flugvallarvini munu verja aðkomu sína að öllum sjö manna ráðum borgarinnar. Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir sagði sig úr flokknum í síðustu viku. Mynd/Samsett Fulltrúar Framsóknar og flugvallarvina eru reiðubúnir að fórna atkvæðisrétti sínum í ráðum borgarinnar frekar en að missa aðkomu sína að þeim í kjölfar úrsagnar Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur úr flokknum í síðustu viku. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kom þessi vilji fram á fundi í borgarmálaráði Framsóknar og flugvallarvina á mánudaginn. Fréttablaðið fjallaði í gær um þá snúnu stöðu sem upp er komin vegna úrsagnar Sveinbjargar sem hafði það í för með sér að hlutföllin í borgarstjórn breyttust. Þar sem Sveinbjörg er orðin óháður borgarfulltrúi standa Framsókn og flugvallarvinir frammi fyrir því að missa aðalmenn sína í öllum sjö manna ráðum borgarinnar, sem eru átta talsins, og færu sætin til meirihlutans. Til að koma í veg fyrir það þurfa Sveinbjörg og flokkurinn að ná saman um að standa sameiginlega að lista þegar kosið verður í ráð og nefndir í næstu viku. Fulltrúar flokksins myndu þó fá að vera áheyrnarfulltrúar með tillögurétt og málfrelsi en engan atkvæðisrétt. Sveinbjörg Birna missir að óbreyttu sæti sitt í borgarráði en ólíkt flokknum ætti hún ekki sjálfkrafa rétt á áheyrn sem óháður fulltrúi. Degi eftir fund borgarmálaflokksins þar sem staðan var rædd funduðu Sveinbjörg Birna og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, um möguleika á að ná saman líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær. Engin niðurstaða lá fyrir í gær en frekari fundir voru á dagskrá hjá þeim í vikunni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins líta fulltrúar Framsóknar og flugvallarvina þó svo á að lítið muni breytast þótt þeir fórni atkvæðisrétti sínum. Einn viðmælandi Fréttablaðsins innan úr flokknum orðaði það þannig að meirihlutinn réði hvort eð er öllu og minnihlutinn væri áhrifalítill í atkvæðagreiðslum. Hag flokksins væri hugsanlega betur borgið í áheyrn. Með því yrði Sveinbjörg einangruð sem óháður fulltrúi það sem eftir lifir kjörtímabils en hún sagði í samtali við Fréttablaðið í gær eftir fundinn með Guðfinnu að hún vonaði að skynsemin yrði öllum ágreiningi yfirsterkari hjá sínum gömlu félögum og að lítill vilji væri til að styrkja meirihlutann með þeim aukamanni sem hann myndi græða í þessum sjö manna ráðum. Guðfinna Jóhanna segir í samtali við Fréttablaðið að viðræðurnar við Sveinbjörgu snúist fyrst og fremst um að skoða hvort einhver flötur sé á því – ef þær legðu fram sameiginlegan lista – hvort hægt sé að tryggja bæði flokknum og Sveinbjörgu aðkomu að einhverjum ráðum borgarinnar. Framsókn og flugvallarvinir vilji þó aðkomu að þeim öllum. „Ef valið er um það að vera áheyrnarfulltrúar og hafa þá aðkomu að öllum ráðum þá veljum við það frekar en að hafa atkvæðisrétt í sumum ráðum en enga aðkomu í hinum. Við munum tryggja það að atkvæðagreiðslan verði með þeim hætti að við höfum aðkomu að öllum ráðum borgarinnar.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Reyna að bjarga sætunum eftir úrsögn Sveinbjargar Birnu Nái Framsókn og flugvallarvinir ekki samkomulagi um samstarf við Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, sem sagði sig úr Framsóknarflokknum í síðustu viku, mun flokkurinn missa öll sæti sín í nefndum og ráðum borgarinnar til meirihlutans. 30. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Fulltrúar Framsóknar og flugvallarvina eru reiðubúnir að fórna atkvæðisrétti sínum í ráðum borgarinnar frekar en að missa aðkomu sína að þeim í kjölfar úrsagnar Sveinbjargar Birnu Sveinbjörnsdóttur úr flokknum í síðustu viku. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kom þessi vilji fram á fundi í borgarmálaráði Framsóknar og flugvallarvina á mánudaginn. Fréttablaðið fjallaði í gær um þá snúnu stöðu sem upp er komin vegna úrsagnar Sveinbjargar sem hafði það í för með sér að hlutföllin í borgarstjórn breyttust. Þar sem Sveinbjörg er orðin óháður borgarfulltrúi standa Framsókn og flugvallarvinir frammi fyrir því að missa aðalmenn sína í öllum sjö manna ráðum borgarinnar, sem eru átta talsins, og færu sætin til meirihlutans. Til að koma í veg fyrir það þurfa Sveinbjörg og flokkurinn að ná saman um að standa sameiginlega að lista þegar kosið verður í ráð og nefndir í næstu viku. Fulltrúar flokksins myndu þó fá að vera áheyrnarfulltrúar með tillögurétt og málfrelsi en engan atkvæðisrétt. Sveinbjörg Birna missir að óbreyttu sæti sitt í borgarráði en ólíkt flokknum ætti hún ekki sjálfkrafa rétt á áheyrn sem óháður fulltrúi. Degi eftir fund borgarmálaflokksins þar sem staðan var rædd funduðu Sveinbjörg Birna og Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknar og flugvallarvina, um möguleika á að ná saman líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær. Engin niðurstaða lá fyrir í gær en frekari fundir voru á dagskrá hjá þeim í vikunni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins líta fulltrúar Framsóknar og flugvallarvina þó svo á að lítið muni breytast þótt þeir fórni atkvæðisrétti sínum. Einn viðmælandi Fréttablaðsins innan úr flokknum orðaði það þannig að meirihlutinn réði hvort eð er öllu og minnihlutinn væri áhrifalítill í atkvæðagreiðslum. Hag flokksins væri hugsanlega betur borgið í áheyrn. Með því yrði Sveinbjörg einangruð sem óháður fulltrúi það sem eftir lifir kjörtímabils en hún sagði í samtali við Fréttablaðið í gær eftir fundinn með Guðfinnu að hún vonaði að skynsemin yrði öllum ágreiningi yfirsterkari hjá sínum gömlu félögum og að lítill vilji væri til að styrkja meirihlutann með þeim aukamanni sem hann myndi græða í þessum sjö manna ráðum. Guðfinna Jóhanna segir í samtali við Fréttablaðið að viðræðurnar við Sveinbjörgu snúist fyrst og fremst um að skoða hvort einhver flötur sé á því – ef þær legðu fram sameiginlegan lista – hvort hægt sé að tryggja bæði flokknum og Sveinbjörgu aðkomu að einhverjum ráðum borgarinnar. Framsókn og flugvallarvinir vilji þó aðkomu að þeim öllum. „Ef valið er um það að vera áheyrnarfulltrúar og hafa þá aðkomu að öllum ráðum þá veljum við það frekar en að hafa atkvæðisrétt í sumum ráðum en enga aðkomu í hinum. Við munum tryggja það að atkvæðagreiðslan verði með þeim hætti að við höfum aðkomu að öllum ráðum borgarinnar.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Reyna að bjarga sætunum eftir úrsögn Sveinbjargar Birnu Nái Framsókn og flugvallarvinir ekki samkomulagi um samstarf við Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, sem sagði sig úr Framsóknarflokknum í síðustu viku, mun flokkurinn missa öll sæti sín í nefndum og ráðum borgarinnar til meirihlutans. 30. ágúst 2017 07:00 Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Fleiri fréttir Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Sjá meira
Reyna að bjarga sætunum eftir úrsögn Sveinbjargar Birnu Nái Framsókn og flugvallarvinir ekki samkomulagi um samstarf við Sveinbjörgu Birnu Sveinbjörnsdóttur, sem sagði sig úr Framsóknarflokknum í síðustu viku, mun flokkurinn missa öll sæti sín í nefndum og ráðum borgarinnar til meirihlutans. 30. ágúst 2017 07:00