Manning varð himinlifandi vegna birtingar WikiLeaks á Íslandsgögnum Atli Ísleifsson skrifar 13. júní 2017 10:28 Chelsea Manning var sleppt úr fangelsi í síðasta mánuði eftir að Barack Obama ákvað á síðustu dögum forsetatíðar sinnar að stytta dóm Manning úr 35 í sjö ár. Vísir/AFP Chelsea Manning segir að birting WikiLeaks á gögnum tengdum íslenska fjármálahruninu, sem hún hafi lekið til síðunnar, hafi veitt sé mikla ánægju. Hafi henni þá orðið ljóst að WikiLeaks hafi móttekið leynileg gögn um stríðsrekstur Bandaríkjanna í Írak sem hún hafði sent síðunni en á þeim tímapunkti ekki enn birt. Manning segir frá þessu í ítarlegu viðtali við New York Times sem birtist í gær. Þar rifjar Manning upp að hún hafi sent gríðarmikið magn af leynilegum upplýsingum um stríðsreksturinn til síðunnar WikiLeaks þann 3. febrúar 2010. Hún sneri svo aftur á herstöð sína í Írak eftir að hafa verið tvær vikur í burtu þar sem gríðarmikillar vinnu beið hennar eftir fjarveruna. „Það voru engin merki um að WikiLeaks hefðu móttekið skjölin frá henni, eða um að herinn vissi að eitthvað væri ekki eins og vera skyldi. Manning rifjar upp að hún hafi verið mjög kvíðin á þessum tíma, sofið minna og reykt meira.Diplómatískt einelti Um miðjan febrúar tók Manning eftir þræði á spjallsvæði WikiLeaks sem vakti áhuga hennar, þar sem þátttakendur voru að ræða fjármálahrunið á Íslandi. Manning segist hafa metið það sem svo – eftir að hafa lesið gögn sem hún komst í í gegnum starf sitt sem greinandi hjá hernum – að langvinnar alþjóðlegar deilur í kjölfar hrunsins mætti rekja til aðgerðaleysins bandarískra stjórnvalda og þess sem hún lýsir sem diplómatísku einelti hollenskra og breskra stjórnvalda í garð Íslendinga. „Frá mínum sjónarhóli virtist sem að við [Bandaríkjastjórn] værum ekki að skipta okkur af vegna vöntunar á langtíma landfræðipólitískum ávinningi,“ sagði Manning í vitnastúku. Í viðtalinu við New York Times segir Manning svo að með því að beita sömu aðferðum og hún gerði 10. febrúar, hafi hún lekið nokkrum skeytum úr bandaríska stjórnkerfinu um íslenska hrunið til WikiLeaks. Þau gögn birtust skömmu síðar á síðunni. Hún hafi þá orðið himinlifandi, þar sem hún hafi þá gert sér grein fyrir því að WikiLeaks hefði örugglega móttekið gögnin í fyrri lekanum sem var mun stærri en „sá íslenski“. Manning var sleppt úr fangelsi í síðasta mánuði eftir að Barack Obama ákvað á síðustu dögum forsetatíðar sinnar að stytta dóm Manning úr 35 í sjö ár. Lesa má viðtalið við Manning í heild sinni á vef New York Times. Tengdar fréttir Manning þakkaði Obama í fyrsta viðtalinu Uppljóstrarinn Chelsea Manning kom fram í viðtali við ABC News í gær. 10. júní 2017 07:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Chelsea Manning segir að birting WikiLeaks á gögnum tengdum íslenska fjármálahruninu, sem hún hafi lekið til síðunnar, hafi veitt sé mikla ánægju. Hafi henni þá orðið ljóst að WikiLeaks hafi móttekið leynileg gögn um stríðsrekstur Bandaríkjanna í Írak sem hún hafði sent síðunni en á þeim tímapunkti ekki enn birt. Manning segir frá þessu í ítarlegu viðtali við New York Times sem birtist í gær. Þar rifjar Manning upp að hún hafi sent gríðarmikið magn af leynilegum upplýsingum um stríðsreksturinn til síðunnar WikiLeaks þann 3. febrúar 2010. Hún sneri svo aftur á herstöð sína í Írak eftir að hafa verið tvær vikur í burtu þar sem gríðarmikillar vinnu beið hennar eftir fjarveruna. „Það voru engin merki um að WikiLeaks hefðu móttekið skjölin frá henni, eða um að herinn vissi að eitthvað væri ekki eins og vera skyldi. Manning rifjar upp að hún hafi verið mjög kvíðin á þessum tíma, sofið minna og reykt meira.Diplómatískt einelti Um miðjan febrúar tók Manning eftir þræði á spjallsvæði WikiLeaks sem vakti áhuga hennar, þar sem þátttakendur voru að ræða fjármálahrunið á Íslandi. Manning segist hafa metið það sem svo – eftir að hafa lesið gögn sem hún komst í í gegnum starf sitt sem greinandi hjá hernum – að langvinnar alþjóðlegar deilur í kjölfar hrunsins mætti rekja til aðgerðaleysins bandarískra stjórnvalda og þess sem hún lýsir sem diplómatísku einelti hollenskra og breskra stjórnvalda í garð Íslendinga. „Frá mínum sjónarhóli virtist sem að við [Bandaríkjastjórn] værum ekki að skipta okkur af vegna vöntunar á langtíma landfræðipólitískum ávinningi,“ sagði Manning í vitnastúku. Í viðtalinu við New York Times segir Manning svo að með því að beita sömu aðferðum og hún gerði 10. febrúar, hafi hún lekið nokkrum skeytum úr bandaríska stjórnkerfinu um íslenska hrunið til WikiLeaks. Þau gögn birtust skömmu síðar á síðunni. Hún hafi þá orðið himinlifandi, þar sem hún hafi þá gert sér grein fyrir því að WikiLeaks hefði örugglega móttekið gögnin í fyrri lekanum sem var mun stærri en „sá íslenski“. Manning var sleppt úr fangelsi í síðasta mánuði eftir að Barack Obama ákvað á síðustu dögum forsetatíðar sinnar að stytta dóm Manning úr 35 í sjö ár. Lesa má viðtalið við Manning í heild sinni á vef New York Times.
Tengdar fréttir Manning þakkaði Obama í fyrsta viðtalinu Uppljóstrarinn Chelsea Manning kom fram í viðtali við ABC News í gær. 10. júní 2017 07:00 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Manning þakkaði Obama í fyrsta viðtalinu Uppljóstrarinn Chelsea Manning kom fram í viðtali við ABC News í gær. 10. júní 2017 07:00