Manning varð himinlifandi vegna birtingar WikiLeaks á Íslandsgögnum Atli Ísleifsson skrifar 13. júní 2017 10:28 Chelsea Manning var sleppt úr fangelsi í síðasta mánuði eftir að Barack Obama ákvað á síðustu dögum forsetatíðar sinnar að stytta dóm Manning úr 35 í sjö ár. Vísir/AFP Chelsea Manning segir að birting WikiLeaks á gögnum tengdum íslenska fjármálahruninu, sem hún hafi lekið til síðunnar, hafi veitt sé mikla ánægju. Hafi henni þá orðið ljóst að WikiLeaks hafi móttekið leynileg gögn um stríðsrekstur Bandaríkjanna í Írak sem hún hafði sent síðunni en á þeim tímapunkti ekki enn birt. Manning segir frá þessu í ítarlegu viðtali við New York Times sem birtist í gær. Þar rifjar Manning upp að hún hafi sent gríðarmikið magn af leynilegum upplýsingum um stríðsreksturinn til síðunnar WikiLeaks þann 3. febrúar 2010. Hún sneri svo aftur á herstöð sína í Írak eftir að hafa verið tvær vikur í burtu þar sem gríðarmikillar vinnu beið hennar eftir fjarveruna. „Það voru engin merki um að WikiLeaks hefðu móttekið skjölin frá henni, eða um að herinn vissi að eitthvað væri ekki eins og vera skyldi. Manning rifjar upp að hún hafi verið mjög kvíðin á þessum tíma, sofið minna og reykt meira.Diplómatískt einelti Um miðjan febrúar tók Manning eftir þræði á spjallsvæði WikiLeaks sem vakti áhuga hennar, þar sem þátttakendur voru að ræða fjármálahrunið á Íslandi. Manning segist hafa metið það sem svo – eftir að hafa lesið gögn sem hún komst í í gegnum starf sitt sem greinandi hjá hernum – að langvinnar alþjóðlegar deilur í kjölfar hrunsins mætti rekja til aðgerðaleysins bandarískra stjórnvalda og þess sem hún lýsir sem diplómatísku einelti hollenskra og breskra stjórnvalda í garð Íslendinga. „Frá mínum sjónarhóli virtist sem að við [Bandaríkjastjórn] værum ekki að skipta okkur af vegna vöntunar á langtíma landfræðipólitískum ávinningi,“ sagði Manning í vitnastúku. Í viðtalinu við New York Times segir Manning svo að með því að beita sömu aðferðum og hún gerði 10. febrúar, hafi hún lekið nokkrum skeytum úr bandaríska stjórnkerfinu um íslenska hrunið til WikiLeaks. Þau gögn birtust skömmu síðar á síðunni. Hún hafi þá orðið himinlifandi, þar sem hún hafi þá gert sér grein fyrir því að WikiLeaks hefði örugglega móttekið gögnin í fyrri lekanum sem var mun stærri en „sá íslenski“. Manning var sleppt úr fangelsi í síðasta mánuði eftir að Barack Obama ákvað á síðustu dögum forsetatíðar sinnar að stytta dóm Manning úr 35 í sjö ár. Lesa má viðtalið við Manning í heild sinni á vef New York Times. Tengdar fréttir Manning þakkaði Obama í fyrsta viðtalinu Uppljóstrarinn Chelsea Manning kom fram í viðtali við ABC News í gær. 10. júní 2017 07:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Chelsea Manning segir að birting WikiLeaks á gögnum tengdum íslenska fjármálahruninu, sem hún hafi lekið til síðunnar, hafi veitt sé mikla ánægju. Hafi henni þá orðið ljóst að WikiLeaks hafi móttekið leynileg gögn um stríðsrekstur Bandaríkjanna í Írak sem hún hafði sent síðunni en á þeim tímapunkti ekki enn birt. Manning segir frá þessu í ítarlegu viðtali við New York Times sem birtist í gær. Þar rifjar Manning upp að hún hafi sent gríðarmikið magn af leynilegum upplýsingum um stríðsreksturinn til síðunnar WikiLeaks þann 3. febrúar 2010. Hún sneri svo aftur á herstöð sína í Írak eftir að hafa verið tvær vikur í burtu þar sem gríðarmikillar vinnu beið hennar eftir fjarveruna. „Það voru engin merki um að WikiLeaks hefðu móttekið skjölin frá henni, eða um að herinn vissi að eitthvað væri ekki eins og vera skyldi. Manning rifjar upp að hún hafi verið mjög kvíðin á þessum tíma, sofið minna og reykt meira.Diplómatískt einelti Um miðjan febrúar tók Manning eftir þræði á spjallsvæði WikiLeaks sem vakti áhuga hennar, þar sem þátttakendur voru að ræða fjármálahrunið á Íslandi. Manning segist hafa metið það sem svo – eftir að hafa lesið gögn sem hún komst í í gegnum starf sitt sem greinandi hjá hernum – að langvinnar alþjóðlegar deilur í kjölfar hrunsins mætti rekja til aðgerðaleysins bandarískra stjórnvalda og þess sem hún lýsir sem diplómatísku einelti hollenskra og breskra stjórnvalda í garð Íslendinga. „Frá mínum sjónarhóli virtist sem að við [Bandaríkjastjórn] værum ekki að skipta okkur af vegna vöntunar á langtíma landfræðipólitískum ávinningi,“ sagði Manning í vitnastúku. Í viðtalinu við New York Times segir Manning svo að með því að beita sömu aðferðum og hún gerði 10. febrúar, hafi hún lekið nokkrum skeytum úr bandaríska stjórnkerfinu um íslenska hrunið til WikiLeaks. Þau gögn birtust skömmu síðar á síðunni. Hún hafi þá orðið himinlifandi, þar sem hún hafi þá gert sér grein fyrir því að WikiLeaks hefði örugglega móttekið gögnin í fyrri lekanum sem var mun stærri en „sá íslenski“. Manning var sleppt úr fangelsi í síðasta mánuði eftir að Barack Obama ákvað á síðustu dögum forsetatíðar sinnar að stytta dóm Manning úr 35 í sjö ár. Lesa má viðtalið við Manning í heild sinni á vef New York Times.
Tengdar fréttir Manning þakkaði Obama í fyrsta viðtalinu Uppljóstrarinn Chelsea Manning kom fram í viðtali við ABC News í gær. 10. júní 2017 07:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Manning þakkaði Obama í fyrsta viðtalinu Uppljóstrarinn Chelsea Manning kom fram í viðtali við ABC News í gær. 10. júní 2017 07:00