Fótbolti

Sif meðal markaskorara í sigri

Sif, hér í landsleik, komst á blað í sigri Kristianstad í dag.
Sif, hér í landsleik, komst á blað í sigri Kristianstad í dag. Vísir/Getty
Sif Atladóttir komst á blað í 3-2 sigri Kristianstads gegn Örebro á heimavelli í sænsku deildinni í dag en Sif skoraði annað mark Kristianstads en með sigrinum lyfti Kristianstads sér upp í 7. sæti deildarinnar.

Þær tóku á móti botnliði Örebro á heimavelli í dag og lentu undir snemma leiks en náðu að jafna metin í uppbótartíma í fyrri hálfleik. Sif kom heimakonum yfir á 72. mínútu og virtist það ætla að duga liðinu til sigurs þegar Frida Svensson jafnaði metin fyrir gestina á 86. mínútu.

Varamanninum Tine Schryvers náði hinsvegar að bjarga sigrinum yfir heimakonur á 89. mínútu en þetta var fyrsti sigur liðsins í síðustu fjórum leikjum.

Í Þýskalandi var Sara Björk Gunnarsdóttir á sínum stað í liði Wolfsburg sem vann annan leik sinn í röð sannfærandi, 4-0 á útivelli gegn Sand en heimakonur léku manni færri síðustu 25. mínúturnar og nýttu gestirnir sér liðsmuninn til að bæta við mörkum.

Þá vann Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir með fyrirliðabandið í 2-0 sigri Valerenga á Kolbotn á heimavelli en Valerenga hefur nú unnið fjóra af síðustu fimm leikjum í deildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×