Fótbolti

Hólmar lánaður til Levski Sofia

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hólmar í leik með Rosenborg gegn KR.
Hólmar í leik með Rosenborg gegn KR. vísir/valli
Maccabi Haifa hefur lánað Hólmar Örn Eyjólfsson til Levski Sofia í Búlgaríu. Mbl.is greinir frá.

Lánssamningurinn er nokkuð óvenjulegur en hann er til fjögurra ára. Maccabi getur ekki kallað Hólmar til baka á meðan lánstímanum stendur.

Hólmar kom til Maccabi frá Noregsmeisturum Rosenborg um síðustu áramót. Eftir þjálfarabreytingar hjá ísraelska liðinu þrengdist staða Hólmars og það endaði á því að hann var lánaður til Levski Sofia sem hefur 26 sinnum orðið búlgarskur meistari.

Levski Sofia er í 5. sæti búlgörsku úrvalsdeildarinnar með 13 stig eftir sjö umferðir. Næsti leikur liðsins er gegn Ludogorets miðvikudaginn 6. september.

Hólmar var ekki valinn í íslenska landsliðshópinn fyrir leikina gegn Finnlandi og Úkraínu í undankeppni HM. Hann hefur leikið sex A-landsleiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×