Erlent

Leggja gjöld á eldisfisk

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Greiða á gjald af hverju kílói af eldisfiski sem flutt er úr landi.
Greiða á gjald af hverju kílói af eldisfiski sem flutt er úr landi. Mynd/Fjarðarlax
Framfaraflokkurinn í Noregi óttast að ný gjöld á eldislax sem norska stórþingið hefur samþykkt leiði til þess að ný störf skapist í Póllandi í stað Noregs. Sveitarfélög við sjávarsíðuna gætu fengið 400 milljónir norskra króna í aukatekjur á hverju ári samkvæmt nýrri samþykkt þingsins.

Árið 2013 voru bein og óbein störf við vinnslu norsks lax í Evrópu 100 þúsund. Roy Steffensen, þingmaður Framfaraflokksins, bendir á að greiða þurfi gjald af hverju kílói af óunnum fiski sem fluttur er út. Sveitarfélögin fái peninga í kassann þótt vinnslan fari fram erlendis.

Fulltrúi Sósíalíska vinstri flokksins, Torgeir Knag Fylkesnes, segir gjöldin mikilvægan sigur fyrir sveitarfélög við sjávarsíðuna. Fiskeldisfyrirtækin greiði nú engin gjöld fyrir afnot af hafsvæðunum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×