80 handteknir eftir þriðju nótt mótmæla Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2017 13:15 Frá mótmælum í St. Louis. Vísir/Getty Lögreglan í St. Louis í Bandaríkjunum hefur handtekið rúmlega áttatíu manns eftir þriggja daga mótmæli. Efnt var til mótmæla eftir að lögregluþjónn var sýknaður af því að hafa myrt svartan mann. Einhverjir mótmælenda hafa verið sakaðir um skemmdarverk og óeirðir og jafnvel um að hafa ráðist á lögregluþjóna. „Einhverjir glæpamenn réðust á lögregluþjóna og köstuðu efnum og grjóti að þeim. Öll meðsli voru smávægileg og þeir verða allir mættir fljótt aftur á vakti,“ sagði starfandi lögreglustjóri St. Louis, Larry O'Toole við fjölmiðla. Lyfa Krewson, borgarstjóri, kenndi fáum aðilum um skemmdirnar og sagði ljóst að þegar hefðbundnum og friðsömum mótmælum hefði lokið, hefðu hópur aðila verið eftir til að valda usla. Hún sagði að slík hegðun yrði ekki liðin.Mótmælin hófust í raun á föstudaginn þegar dómari úrskurðaði að lögregluþjónninn Jason Stockley væri saklaus af morðákæru. Hann skaut Anthony Lamar Smith til bana árið 2011. Stockley og annar lögregluþjónn höfðu þá veitt Smith eftirför vegna gruns um fíkniefnasölu. Á upptöku úr lögreglubílnum mátti heyra Stockley segja: „Ég ætla að drepa þennan drullusokk“ um mínútu áður en hann skaut Smith fimm sinnum. Stockley sagðist hafa séð skammbyssu í hendi Smith en saksóknarar sögðu hann hafa komið byssunni fyrir. Lífsýni úr Stockley fundust á byssunni en ekki lífssýni úr Smith. Einnig sýna myndbönd að Stockley fór aftur í bíl sinn og teygði sig í tösku. Skömmu seinna settist hann upp í bíl Smith. Dómarinn segir að umrædd byssa hefði verið of stór til að rökrétt væri að Stockley hefði getað falið hana fyrir myndavélunum og það væri ólíklegt að Smith, sem hefði að öllum líkindum verið fíkniefnasali, ætti ekki byssu. Hér að neðan má sjá myndband sem St. Louis Post-Dispatch hefur klippt saman. Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira
Lögreglan í St. Louis í Bandaríkjunum hefur handtekið rúmlega áttatíu manns eftir þriggja daga mótmæli. Efnt var til mótmæla eftir að lögregluþjónn var sýknaður af því að hafa myrt svartan mann. Einhverjir mótmælenda hafa verið sakaðir um skemmdarverk og óeirðir og jafnvel um að hafa ráðist á lögregluþjóna. „Einhverjir glæpamenn réðust á lögregluþjóna og köstuðu efnum og grjóti að þeim. Öll meðsli voru smávægileg og þeir verða allir mættir fljótt aftur á vakti,“ sagði starfandi lögreglustjóri St. Louis, Larry O'Toole við fjölmiðla. Lyfa Krewson, borgarstjóri, kenndi fáum aðilum um skemmdirnar og sagði ljóst að þegar hefðbundnum og friðsömum mótmælum hefði lokið, hefðu hópur aðila verið eftir til að valda usla. Hún sagði að slík hegðun yrði ekki liðin.Mótmælin hófust í raun á föstudaginn þegar dómari úrskurðaði að lögregluþjónninn Jason Stockley væri saklaus af morðákæru. Hann skaut Anthony Lamar Smith til bana árið 2011. Stockley og annar lögregluþjónn höfðu þá veitt Smith eftirför vegna gruns um fíkniefnasölu. Á upptöku úr lögreglubílnum mátti heyra Stockley segja: „Ég ætla að drepa þennan drullusokk“ um mínútu áður en hann skaut Smith fimm sinnum. Stockley sagðist hafa séð skammbyssu í hendi Smith en saksóknarar sögðu hann hafa komið byssunni fyrir. Lífsýni úr Stockley fundust á byssunni en ekki lífssýni úr Smith. Einnig sýna myndbönd að Stockley fór aftur í bíl sinn og teygði sig í tösku. Skömmu seinna settist hann upp í bíl Smith. Dómarinn segir að umrædd byssa hefði verið of stór til að rökrétt væri að Stockley hefði getað falið hana fyrir myndavélunum og það væri ólíklegt að Smith, sem hefði að öllum líkindum verið fíkniefnasali, ætti ekki byssu. Hér að neðan má sjá myndband sem St. Louis Post-Dispatch hefur klippt saman.
Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Erlent „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Erlent Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Fleiri fréttir Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Sjá meira