Blasti við að boða til kosninga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. september 2017 17:27 Katrín Jakobsdóttir segir að boðun kosninga hafi verið augljósi kosturinn í stöðunni. vísir/anton brink Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist hafa fundið í töluverðan tíma að ekki væri mikið traust á milli flokkanna í ríkisstjórn. Það hafi verið augljóst í umræðu um fjárlög, hælisleitendur og í málum um uppreist æru. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tilkynnti á blaðamannafundi síðdegis að hann vildi boða til kosninga. Það er í takt við skoðun annarra flokka en formenn þeirra hafa hver á fætur öðrum líst því sem besta kostinum í stöðunni. Katrín er ein þeirra.Mistök að vinna ekki breiðar saman „Ég tel að þetta hafi verið sá kostur sem blasti við í morgun, að boða til kosninga. Að mörgu leyti hefur þetta mál kannski komið inn í ríkisstjórnarsamstarf sem var mjög brothætt fyrir,“ segir Katrín. Ríkisstjórnin hafði eins þingsmanns meirihluta á Alþingi og segir Katrín ríkisstjórnina hafa gert mistök að nýta ekki tímann til að vinna breiðar saman á þinginu. Bjarni gagnrýndi harðlega Bjarta framtíð fyrir að stökkva frá borði í samstarfinu. Katrín segir að Björt framtíð verði sjálf að svara fyrir þá gagnrýni. Bjarni var sömuleiðis harðorður um aðra flokka og sagði þá fasta í sama fari og þeir voru í árið 2016 þegar erfiðlega gekk að mynda ríkisstjórn þar til Björt framtíð og Viðreisn stukku um borð með Sjálfstæðisflokknum.„Ástæðan fyrir því að það voru ekki margir möguleikar í spilunum er að það hefur verið mjög skýr víglína á milli stjórnarandstöðunnar og ríkisstjórnarflokkanna um uppbyggingu í heilbrigðis- og menntamálum, og svo ríkisfjármálastefnu,“ segir Katrín. Það séu einu átökin sem hafi verið frá áramótum en þau hafi verið mjög hörð. Fáum hugnist að vinna með Sjálfstæðisflokknum, nú eins og í fyrra.Vonast eftir breytti menningu er varðar kynferðisofbeldi„Það er mjög merkilegt að upplifa þá miklu samstöðu sem mun vonandi leiða til góðs með fórnarlömbum kynferðisofbeldis,“ segir Katrín um stöðu mála í þjóðfélaginu í dag. Hún segist, óháð allri flokkapólitík, að umræðan verði til þess að menningin breytist að því er varðar „hvernig við umgöngumst kynferðisofbeldi.“Um er að ræða þriðja ríkisstjórnarsamstarfið sem upp úr slitnar undanfarin áratug. Um er að ræða stysta tíma sem ríkisstjórn hefur setið við völd, eða 247 daga. Eina ríkisstjórnin sem hélt velli var ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, samstarf Samfylkingar og Vinstri grænna, sem tók við árið 2009 af ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingar. Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segist hafa fundið í töluverðan tíma að ekki væri mikið traust á milli flokkanna í ríkisstjórn. Það hafi verið augljóst í umræðu um fjárlög, hælisleitendur og í málum um uppreist æru. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra tilkynnti á blaðamannafundi síðdegis að hann vildi boða til kosninga. Það er í takt við skoðun annarra flokka en formenn þeirra hafa hver á fætur öðrum líst því sem besta kostinum í stöðunni. Katrín er ein þeirra.Mistök að vinna ekki breiðar saman „Ég tel að þetta hafi verið sá kostur sem blasti við í morgun, að boða til kosninga. Að mörgu leyti hefur þetta mál kannski komið inn í ríkisstjórnarsamstarf sem var mjög brothætt fyrir,“ segir Katrín. Ríkisstjórnin hafði eins þingsmanns meirihluta á Alþingi og segir Katrín ríkisstjórnina hafa gert mistök að nýta ekki tímann til að vinna breiðar saman á þinginu. Bjarni gagnrýndi harðlega Bjarta framtíð fyrir að stökkva frá borði í samstarfinu. Katrín segir að Björt framtíð verði sjálf að svara fyrir þá gagnrýni. Bjarni var sömuleiðis harðorður um aðra flokka og sagði þá fasta í sama fari og þeir voru í árið 2016 þegar erfiðlega gekk að mynda ríkisstjórn þar til Björt framtíð og Viðreisn stukku um borð með Sjálfstæðisflokknum.„Ástæðan fyrir því að það voru ekki margir möguleikar í spilunum er að það hefur verið mjög skýr víglína á milli stjórnarandstöðunnar og ríkisstjórnarflokkanna um uppbyggingu í heilbrigðis- og menntamálum, og svo ríkisfjármálastefnu,“ segir Katrín. Það séu einu átökin sem hafi verið frá áramótum en þau hafi verið mjög hörð. Fáum hugnist að vinna með Sjálfstæðisflokknum, nú eins og í fyrra.Vonast eftir breytti menningu er varðar kynferðisofbeldi„Það er mjög merkilegt að upplifa þá miklu samstöðu sem mun vonandi leiða til góðs með fórnarlömbum kynferðisofbeldis,“ segir Katrín um stöðu mála í þjóðfélaginu í dag. Hún segist, óháð allri flokkapólitík, að umræðan verði til þess að menningin breytist að því er varðar „hvernig við umgöngumst kynferðisofbeldi.“Um er að ræða þriðja ríkisstjórnarsamstarfið sem upp úr slitnar undanfarin áratug. Um er að ræða stysta tíma sem ríkisstjórn hefur setið við völd, eða 247 daga. Eina ríkisstjórnin sem hélt velli var ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur, samstarf Samfylkingar og Vinstri grænna, sem tók við árið 2009 af ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingar.
Ríkisstjórn Bjarna Ben fallin Mest lesið „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Innlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Innlent Fleiri fréttir Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“