Matraðarkvöld hjá Gylfa og félögum á Ítalíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. september 2017 18:45 Andrea Masiello fagnar marki sínu. Vísir/EPA Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hans í enska úrvalsdeildarliðinu Everton voru rassskelltir í fyrri hálfleik í kvöld í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Íslendingaliðin Maccabi Tel Aviv frá Ísrael og AEK Aþena frá Grikklandi voru líka að spila. AEK vann sinn leik en Maccabi tapaði. Atalanta vann leikinn 3-0 en liðið yfirspilaði Everton í fyrri hálfleiknum og var þá komið 3-0 yfir. Gylfi Þór Sigurðsson spilaði allan leikinn með Everton og fékk meðal annars gult spjald á 63. mínútu. Everton hefur þar með tapað þremur síðustu leikjum sínum en liðið tapaði fyrir Tottenham og Chelsea í leikjunum á undan sem báðir voru í ensku úrvalsdeildinni. Þetta var fyrsti tapleikur Everton-liðsins i Evrópu á þessu tímabili en liðið vann þrjá leiki og gerði eitt jafntefli í forkeppni Evrópudeildarinnar. Gylfi Þór Sigurðsson og Wayne Rooney voru báðir nálægt því að skora á 13. og 14. mínútu en þegar leið á hálfleikinn tóku Ítalarnir öll völd. Andrea Masiello skoraði fyrsta mark Atalanta á 27. mínútu en hann hafði fengið algjört dauðafæri skömmu áður. Alejandro Gómez og Bryan Cristante skoruðu síðan með þriggja mínútna millibili undir loka hálfleiksins og komu heimamönnum í 3-0. Eftir þennan fyrri hálfleik var seinni hálfleikurinn aðeins formsatriði en Everton náði ekki að skora og hefur þar með ekki skorað í þremur síðustu leikjum sínum í öllum keppnum. Viðar Örn Kjartansson og félagar í Maccabi Tel Aviv töpuðu 1-0 á útivelli á móti Slavia Prag en Viðar spilaði allan leikinn. Arnór Ingvi Traustason og félagar í AEK Aþenu unnu 2-1 útisigur á Rijeka í króatíu en Arnór Ingvi sat allan tímann á bekknum. Evrópudeild UEFA
Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hans í enska úrvalsdeildarliðinu Everton voru rassskelltir í fyrri hálfleik í kvöld í fyrsta leik sínum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Íslendingaliðin Maccabi Tel Aviv frá Ísrael og AEK Aþena frá Grikklandi voru líka að spila. AEK vann sinn leik en Maccabi tapaði. Atalanta vann leikinn 3-0 en liðið yfirspilaði Everton í fyrri hálfleiknum og var þá komið 3-0 yfir. Gylfi Þór Sigurðsson spilaði allan leikinn með Everton og fékk meðal annars gult spjald á 63. mínútu. Everton hefur þar með tapað þremur síðustu leikjum sínum en liðið tapaði fyrir Tottenham og Chelsea í leikjunum á undan sem báðir voru í ensku úrvalsdeildinni. Þetta var fyrsti tapleikur Everton-liðsins i Evrópu á þessu tímabili en liðið vann þrjá leiki og gerði eitt jafntefli í forkeppni Evrópudeildarinnar. Gylfi Þór Sigurðsson og Wayne Rooney voru báðir nálægt því að skora á 13. og 14. mínútu en þegar leið á hálfleikinn tóku Ítalarnir öll völd. Andrea Masiello skoraði fyrsta mark Atalanta á 27. mínútu en hann hafði fengið algjört dauðafæri skömmu áður. Alejandro Gómez og Bryan Cristante skoruðu síðan með þriggja mínútna millibili undir loka hálfleiksins og komu heimamönnum í 3-0. Eftir þennan fyrri hálfleik var seinni hálfleikurinn aðeins formsatriði en Everton náði ekki að skora og hefur þar með ekki skorað í þremur síðustu leikjum sínum í öllum keppnum. Viðar Örn Kjartansson og félagar í Maccabi Tel Aviv töpuðu 1-0 á útivelli á móti Slavia Prag en Viðar spilaði allan leikinn. Arnór Ingvi Traustason og félagar í AEK Aþenu unnu 2-1 útisigur á Rijeka í króatíu en Arnór Ingvi sat allan tímann á bekknum.
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“