Lögfræðingur feðginanna segir auðvelt að brjóta gegn réttindum barna Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. september 2017 23:45 Claudie Ashonie Wilson lögmaður Abrahims og Haniye Maleki segir að það sé auðvelt að brjóta gegn réttindum barna eins og lögin eru núna. vísir/ernir „Þetta er í samræmi við það sem er almennt gert. Eðli málsins samkvæmt getur þú ekki veitt fólki frest til þess að leggja fram beiðni um frestun á réttaráhrifum og svo á sama tíma vísað þeim úr landi. Það gengur ekki,“ segir Claudie Ashonie Wilson lögmaður feðginanna Abrahim og Haniye Maleki. Eins og kom fram fyrr í dag var veittur frestur á framkvæmd þar til úrskurður um beiðni um frestun réttaráhrifa liggur fyrir. Claudie hafði óskað eftir þessu fyrir hönd feðginanna, sérstaklega í ljósi viðkvæmrar stöðu Haniye. Á ekki að eiga sér stað „Við óskuðum eftir því að lögreglan myndi leggja inn beiðni fyrir Útlendingastofnun um að taka ákvörðun um að fresta framkvæmd. Lögreglan hefur heimild samkvæmt annarri málsgrein 35.gr. laga um útlendinga en eftir okkar bestu vitneskju er Ríkislögreglustjóri að nýta þessa heimild í fyrsta skipti. „Í því ferli kom líka í ljós að það hafi verið formgalli á birtingarvottorðinu sem lögreglan fékk. Það kom ekki fram á því að umbjóðendum mínum var veittur frestur til þess að biðja um frestun á réttaráhrifum. Það kom hins vegar fram í úrskurðinum sjálfum. Lögreglan fékk ekki rétt eintak vegna mistaka.“ Claudie segir að hún sé ánægð með að lögreglustjóri hafi óskað eftir fresti á framkvæmd þegar þeim var bent á galla í málinu. „Það er gott að þetta fór svona og það er mjög jákvætt að stjórnvöld taka sig á og stöðva þessa framkvæmd. Þetta var réttmæt niðurstaða, þetta á ekki að eiga sér stað í ljósi málsatvikanna og þessa formgalla.“Haniye og Abrahim ásamt Guðmundi Karli vini fjölskyldunnar í afmæli Haniye í sumar.Vísir/Laufey ElíasdóttirAuðvelt að brjóta gegn réttindum barna Claudie segir að næsta skref sé að leggja inn greinargerð til stuðnings fyrirliggjandi beiðni um frestun réttaráhrifa vegna málshöfðunar. „Almennt er ákvörðun Útlendingastofnunar ekki framkvæmd áður en niðurstaða liggur fyrir vegna beiðni um frestun réttaráhrifa. Það væri náttúrulega svolítið óvenjulegt og að mínu áliti brot á jafnræðisreglu ef að flutningi umbjóðenda minna væri framfylgt án þess að niðurstaða liggi fyrir um beiðnina.“ Claudie segir mikilvægt að gæta hagsmuna barna og hafa það sem er þeim fyrir bestu að leiðarljósi. Hún telur að eins og lögin eru núna sé auðvelt að brjóta gegn réttindum þeirra. Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun, ræddi mál feðginanna í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld. „Núna er til meðferðar beiðni hjá Kærunefnd Útlendingamála um frestun réttaráhrifa á síðustu ákvörðun sem nefndin tók og það verður ekki farið í framkvæmd á þeirri ákvörðun fyrr en niðurstaða kærunefndarinnar liggur fyrir í því máli.“ Niðurstaða kærunefndarinnar ætti að liggja fyrir síðar í september en Þorsteinn segir að stofnunin standi við málsmeðferð sína í máli feðginanna. Tengdar fréttir Brottvísun feðgina frestað: „Óeðlilegt að það sé gripið fram fyrir hendur á stjórnvöldum“ Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun, segir að stofnunin standi við málsmeðferð sína í máli Abrahims og Haniye Maleki. 12. september 2017 19:15 Brottvísun Haniye og föður hennar mögulega frestað Ríkislögreglustjóraembættið hefur óskað eftir því við útlendingastofnun að brottvísun afganskra feðgina úr landi verði frestað á grundvelli þriðju málsgreinar laga um útlendinga. 11. september 2017 18:29 „Afar brýnt að Alþingi sýni þann kjark að sýna vilja sinn gagnvart börnum í neyð“ Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar gaf ráðherrum og þingmönnum frest þangað til í fyrramálið til að taka afstöðu til frumvarps Samfylkingarinnar varðandi íslenskan ríkisborgararétt handa Haniye, Mary og fjölskyldum þeirra. 11. september 2017 23:30 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
„Þetta er í samræmi við það sem er almennt gert. Eðli málsins samkvæmt getur þú ekki veitt fólki frest til þess að leggja fram beiðni um frestun á réttaráhrifum og svo á sama tíma vísað þeim úr landi. Það gengur ekki,“ segir Claudie Ashonie Wilson lögmaður feðginanna Abrahim og Haniye Maleki. Eins og kom fram fyrr í dag var veittur frestur á framkvæmd þar til úrskurður um beiðni um frestun réttaráhrifa liggur fyrir. Claudie hafði óskað eftir þessu fyrir hönd feðginanna, sérstaklega í ljósi viðkvæmrar stöðu Haniye. Á ekki að eiga sér stað „Við óskuðum eftir því að lögreglan myndi leggja inn beiðni fyrir Útlendingastofnun um að taka ákvörðun um að fresta framkvæmd. Lögreglan hefur heimild samkvæmt annarri málsgrein 35.gr. laga um útlendinga en eftir okkar bestu vitneskju er Ríkislögreglustjóri að nýta þessa heimild í fyrsta skipti. „Í því ferli kom líka í ljós að það hafi verið formgalli á birtingarvottorðinu sem lögreglan fékk. Það kom ekki fram á því að umbjóðendum mínum var veittur frestur til þess að biðja um frestun á réttaráhrifum. Það kom hins vegar fram í úrskurðinum sjálfum. Lögreglan fékk ekki rétt eintak vegna mistaka.“ Claudie segir að hún sé ánægð með að lögreglustjóri hafi óskað eftir fresti á framkvæmd þegar þeim var bent á galla í málinu. „Það er gott að þetta fór svona og það er mjög jákvætt að stjórnvöld taka sig á og stöðva þessa framkvæmd. Þetta var réttmæt niðurstaða, þetta á ekki að eiga sér stað í ljósi málsatvikanna og þessa formgalla.“Haniye og Abrahim ásamt Guðmundi Karli vini fjölskyldunnar í afmæli Haniye í sumar.Vísir/Laufey ElíasdóttirAuðvelt að brjóta gegn réttindum barna Claudie segir að næsta skref sé að leggja inn greinargerð til stuðnings fyrirliggjandi beiðni um frestun réttaráhrifa vegna málshöfðunar. „Almennt er ákvörðun Útlendingastofnunar ekki framkvæmd áður en niðurstaða liggur fyrir vegna beiðni um frestun réttaráhrifa. Það væri náttúrulega svolítið óvenjulegt og að mínu áliti brot á jafnræðisreglu ef að flutningi umbjóðenda minna væri framfylgt án þess að niðurstaða liggi fyrir um beiðnina.“ Claudie segir mikilvægt að gæta hagsmuna barna og hafa það sem er þeim fyrir bestu að leiðarljósi. Hún telur að eins og lögin eru núna sé auðvelt að brjóta gegn réttindum þeirra. Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun, ræddi mál feðginanna í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld. „Núna er til meðferðar beiðni hjá Kærunefnd Útlendingamála um frestun réttaráhrifa á síðustu ákvörðun sem nefndin tók og það verður ekki farið í framkvæmd á þeirri ákvörðun fyrr en niðurstaða kærunefndarinnar liggur fyrir í því máli.“ Niðurstaða kærunefndarinnar ætti að liggja fyrir síðar í september en Þorsteinn segir að stofnunin standi við málsmeðferð sína í máli feðginanna.
Tengdar fréttir Brottvísun feðgina frestað: „Óeðlilegt að það sé gripið fram fyrir hendur á stjórnvöldum“ Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun, segir að stofnunin standi við málsmeðferð sína í máli Abrahims og Haniye Maleki. 12. september 2017 19:15 Brottvísun Haniye og föður hennar mögulega frestað Ríkislögreglustjóraembættið hefur óskað eftir því við útlendingastofnun að brottvísun afganskra feðgina úr landi verði frestað á grundvelli þriðju málsgreinar laga um útlendinga. 11. september 2017 18:29 „Afar brýnt að Alþingi sýni þann kjark að sýna vilja sinn gagnvart börnum í neyð“ Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar gaf ráðherrum og þingmönnum frest þangað til í fyrramálið til að taka afstöðu til frumvarps Samfylkingarinnar varðandi íslenskan ríkisborgararétt handa Haniye, Mary og fjölskyldum þeirra. 11. september 2017 23:30 Mest lesið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Innlent Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Innlent Fleiri fréttir Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Bein útsending: Geðheilbrigði fyrir öll Sjá meira
Brottvísun feðgina frestað: „Óeðlilegt að það sé gripið fram fyrir hendur á stjórnvöldum“ Þorsteinn Gunnarsson, sviðsstjóri hjá Útlendingastofnun, segir að stofnunin standi við málsmeðferð sína í máli Abrahims og Haniye Maleki. 12. september 2017 19:15
Brottvísun Haniye og föður hennar mögulega frestað Ríkislögreglustjóraembættið hefur óskað eftir því við útlendingastofnun að brottvísun afganskra feðgina úr landi verði frestað á grundvelli þriðju málsgreinar laga um útlendinga. 11. september 2017 18:29
„Afar brýnt að Alþingi sýni þann kjark að sýna vilja sinn gagnvart börnum í neyð“ Logi Már Einarsson formaður Samfylkingarinnar gaf ráðherrum og þingmönnum frest þangað til í fyrramálið til að taka afstöðu til frumvarps Samfylkingarinnar varðandi íslenskan ríkisborgararétt handa Haniye, Mary og fjölskyldum þeirra. 11. september 2017 23:30