Kvikmyndastjarnan er ekki par sáttur við leikmenn NFL-deildarinnar er þeir fara niður á hné í mótmælaskyni fyrir leik.
„Ég er talsmaður þess að allir hafi rétt á að tjá sig. Ég get samt ekki stutt það að leikmenn taki fólk sem ætlar að horfa á fótboltaleik í gíslingu með þessum mótmælum sínum,“ sagði Seagal í samtali við Piers Morgan í morgunþætti ITV. Seagal var í spjalli frá Moskvu þar sem hann er í hlýjum faðmi Vladimir Pútin þessa dagana.
„Mér finnst þessi hegðun fáranleg og í raun brandari. Þetta er viðbjóðslegt. Ég virði bandaríska fánann og hef margoft lagt líf mitt í hættu fyrir fánann. Ég skil ekki og styð ekki svona hegðun.“