Stjóri Valencia meiddi sig við að fagna sigurmarki sinna manna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. september 2017 15:00 Marcelino fagnar í gær. Vísir/EPA Marcelino García Toral, stjóri spænska liðsins Valencia, leyndi ekki gleði sinni þegar lið hans tryggði sér 3-2 sigur á Real Sociedad í gær. Simone Zaza skoraði sigurmark Valencia á 85. mínútu en liðið var þá að komast yfir í þriðja sinn í leiknum. Stjóri Valencia tók vel þátt í fagnaðarlátunum en það varð honum dýrkeypt því hann meiddi sig við að fagna sigurmarkinu. Hinn 52 ára gamli Marcelino, sem á sínum tíma spilaði yfir 200 leiki með spænskum liðum, tognaði aftan í læri í fagnaðarlátunum. Hann varð á sínum tíma að setja fótboltaskóna upp á hillu aðeins 28 ára gamall vegna meiðsla. „Ég er orðinn aðeins eldri en það eru bara vissar kringumstæður þar sem ég missi stjórn á sjálfum mér,“ grínaðist Marcelino með í viðtölum við fjölmiðla eftir leikinn. „Ég er dálítið meiddur eftir þetta en ég vel frekar vera meiddur sjálfur en að leikmaður minn sé meiddur. Ég ræð alveg við það. Ég mun samt reyna að forðast svona aðstæður í framtíðinni,“ sagði Marcelino. Þetta er fyrsta tímabil Marcelino með Valenica en hann þjálfaði áður Villarreal í þrjár leiktíðir. Valencia hefur ekki enn tapað leik á tímabilinu en er með 3 sigra og 3 jafntefli í fjórða sæti deildarinnar. Fyrir þá sem skilja spænsku er hægt að horfa og hlusta á blaðamannafundinn hans hér fyrir neðan.Sigue las palabras de Marcelino desde Anoeta tras la victoria https://t.co/7i5ECBoORI — Valencia CF (@valenciacf) September 24, 2017 Spænski boltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Sjá meira
Marcelino García Toral, stjóri spænska liðsins Valencia, leyndi ekki gleði sinni þegar lið hans tryggði sér 3-2 sigur á Real Sociedad í gær. Simone Zaza skoraði sigurmark Valencia á 85. mínútu en liðið var þá að komast yfir í þriðja sinn í leiknum. Stjóri Valencia tók vel þátt í fagnaðarlátunum en það varð honum dýrkeypt því hann meiddi sig við að fagna sigurmarkinu. Hinn 52 ára gamli Marcelino, sem á sínum tíma spilaði yfir 200 leiki með spænskum liðum, tognaði aftan í læri í fagnaðarlátunum. Hann varð á sínum tíma að setja fótboltaskóna upp á hillu aðeins 28 ára gamall vegna meiðsla. „Ég er orðinn aðeins eldri en það eru bara vissar kringumstæður þar sem ég missi stjórn á sjálfum mér,“ grínaðist Marcelino með í viðtölum við fjölmiðla eftir leikinn. „Ég er dálítið meiddur eftir þetta en ég vel frekar vera meiddur sjálfur en að leikmaður minn sé meiddur. Ég ræð alveg við það. Ég mun samt reyna að forðast svona aðstæður í framtíðinni,“ sagði Marcelino. Þetta er fyrsta tímabil Marcelino með Valenica en hann þjálfaði áður Villarreal í þrjár leiktíðir. Valencia hefur ekki enn tapað leik á tímabilinu en er með 3 sigra og 3 jafntefli í fjórða sæti deildarinnar. Fyrir þá sem skilja spænsku er hægt að horfa og hlusta á blaðamannafundinn hans hér fyrir neðan.Sigue las palabras de Marcelino desde Anoeta tras la victoria https://t.co/7i5ECBoORI — Valencia CF (@valenciacf) September 24, 2017
Spænski boltinn Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal AC Milan tók Ofurbikarinn fyrir framan nefið á nágrönnum sínum Hvíldu stórstjörnurnar sínar en brunuðu áfram í bikarnum Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Keane tekur við sigursælasta félagi Ungverjalands Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Hlín endursamdi við Kristianstad Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Gerrard að verða afi Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Sjá meira