Erlent

Tugþúsundir í hættu vegna stíflu sem er að bresta

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Alls létust 13 á eyjunni vegna Maríu.
Alls létust 13 á eyjunni vegna Maríu. Vísir/afp
Um 70 þúsund íbúar á Púertó Ríkó er í hættu vegna stíflu sem er við það að bresta eftir að fellibylurinn María gekk þar á land í vikunni. BBC greinir frá.

Fastlega er gert ráð fyrir að Guajataca-stíflan muni bresta en skemmdir fóru að myndast í kvöld.

Búist er við að stíflubrestinum muni fylgja talsverð flóð. ALls búa um 70 þúsund manns í tveimur bæjum í grennd við stífluna.

Hefur þeim verið skipað að koma sér fyrir eins hátt fyrir í fjallshlíðum og hæðum og hægt er.

Þeir sem búa næst stíflunni hafa verið fluttir á brott í rútum.

Fellibylurinn María gekk yfir Púertó Ríkó í vikunni. Eyðilegg af völdum fellibylsins var gríðarleg en alls létust 13 á eyjunni vegna Maríu.


Tengdar fréttir

Rafmagnslaust næstu mánuði

Rafveitunet Púertó Ríkó laskaðist svo mikið eftir að fellibylurinn María gekk þar yfir að eyjaskeggjar mega gera ráð fyrir rafmagnsleysi næstu mánuði

Meira tjón fram undan vegna Mariu

Þök rifnuðu af húsum á Dóminíku og mikil flóð dundu á Guadeloupe í Karíbahafi í gær þegar fimmta stigs fellibylurinn Maria gekk yfir. Búist er við frekara tjóni í dag. Vindhraði Mariu jókst óvenjuhratt vegna hitastigs sjávar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×