Fótbolti

Lucescu búinn að velja hópinn fyrir leikinn gegn Íslandi

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Arda Turan er hættur í fýlu og byrjaður að spila aftur fyrir Tyrkland
Arda Turan er hættur í fýlu og byrjaður að spila aftur fyrir Tyrkland vísir/getty
Mircea Lucescu, landsliðsþjálfari Tyrklands, hefur valið hópinn sem mætir Íslandi og Finnum í lokaumferðum undankeppni HM í Rússlandi.

Skærasta stjarna Tyrkja er án nokkurs vafa Arda Turan, miðjumaður Barcelona. Hann var ekki með Tyrkjum á Laugardalsvellinum þegar liðin mættust í október á síðasta ári en þá gaf hann ekki kost á sér vegna ágreinings við þáverandi landsliðsþjálfara, Fatih Terim.

Fleiri stór nöfn eru í hópnum og þar má finna leikmenn frá evrópskum stórliðum á borð við AC Milan, Roma, Borussia Dortmund og Villarreal.

Hópurinn í heild sinni

Markverðir: Harun Tekin (Bursaspor), Serkan Kırıntılı (Konyaspor), Volkan Babacan (Medipol Başakşehir)

Varnarmenn:  Kaan Ayhan (Fortuna Düsseldorf), Sabri Sarıoğlu (Göztepe), Mehmet Topal (Fenerbahçe), Ömer Toprak (Borussia Dortmund) Çağlar Söyüncü (Freiburg), Serdar Aziz (Galatasaray) Caner Erkin (Beşiktaş), İsmail Köybaşı (Fenerbahçe)

Miðjumenn:  Emre Belözoğlu (Medipol Başakşehir), Nuri Şahin (Borussia Dortmund),  Selçuk İnan (Galatasaray), Cengiz Ünder (AS Roma), Emre Mor(Celta de Vigo),  Oğuzhan Özyakup (Beşiktaş), Okay Yokuşlu (Trabzonspor), Yusuf Yazıcı(Trabzonspor), Hakan Çalhanoğlu (AC Milan), Ozan Tufan(Fenerbahçe), Tolga Ciğerci (Galatasaray), Yunus Mallı(Wolfsburg), Arda Turan(FC Barcelona), Volkan Şen (Trabzonspor)

Sóknarmenn: Burak Yılmaz (Trabzonspor), Cenk Tosun (Beşiktaş), Enes Ünal (Villarreal), Mevlüt Erdinç (Medipol Başakşehir)

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×