Innlent

Dregur úr laxveiði milli ára

Höskuldur Kári Schram skrifar
Rúmlega 46 þúsund löxum var landað á nýafstöðnu stangveiðitímabili sem er minni veiði en á síðasta ári. Sérfræðingur hjá Hafrannsóknarstofnun segir að hitasveiflur í laxveiðiám skýri þetta að hluta.

Hafrannsóknarstofnun birti í dag bráðabirgðatölur yfir laxveiði í stangveiðiám í sumar en tímabilinu er nú að mestu lokið. Alls komu 46.500 laxar á land sem er rúmlega 6 þúsund löxum minna en á síðasta ári. Miklar sveiflur hafa verið í laxveiði á undanförnum árum og meiri en áður eru dæmi um. Veiðin í ár var þó yfir meðaltali þegar horft er aftur til ársins 1974.

Guðni Guðbergsson sviðsstjóri hjá Hafrannsóknarstofnun segir að breytingar á hitastigi í laxveiðiám skýri þetta að hluta.

„Sumarhiti ánna fór hækkandi til 2003 en síðan hefur hann farið lækkandi sem hefur valdið því að vaxtarhraði seiða hefur minnkað og líka magnið sem er að alist upp í ánum. Þetta tengist bara því hversu mikið árnar geta framleitt,“ segir Guðni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×