Friðarsúlan tendruð í ellefta sinn í kvöld Atli Ísleifsson skrifar 9. október 2017 11:05 Yoko Ono, ekkja John Lennon, mun bjóða upp á fríar siglingar yfir sundið. visit reykjavík Friðarsúlan í Viðey verður tendruð í ellefta sinn klukkan 21 í kvöld. Friðarsúlan er að vanda tendruð á fæðingardegi John Lennon og verður kveikt á henni til 8. desember, dánardegi Lennon. Yoko Ono, ekkja Lennon, býður upp á fríar siglingar yfir sundið. Hún segir Ísland vera afar andlegan stað og að hún skynji mikla orku þegar hún heimsæki landið. „Í hraða nútíma samfélags er svo auðvelt að gleyma ást, friði, skilningi og orkunni í náttúrunni. Á Íslandi, sérstaklega í Viðey er hins vegar auðveldara að muna eftir hvað þetta er mikilvægt fyrir okkur öll og jörðina okkar. John hefði elskað það,“ segir Ono. Svavar Knútur og Valur Freyr Einarsson halda úti dagskrá í Viðey sem hefst klukkan 18.30 og stendur til klukkan 22.30. Sérstök Óskatré Yoko Ono verða staðsett í Viðeyjarnausti og Viðeyjarstofu þar sem gestir geta skilið eftir óskir sínar í tengslum við frið. „Siglingar og strætóSiglingar fyrir tendrun kl. 18.00-20.30: Yoko Ono býður upp á fríar siglingar yfir sundið. Siglt er frá Skarfabakka. Siglingar eftir tendrun frá kl. 21.45: Siglt er þar til lokið er að flytja gesti frá eyjunni. Strætó fyrir tendrun kl. 17.45-20.10: Fríar strætóferðir eru frá Hlemmi að Skarfabakka á tuttugu mínútna fresti. Strætó eftir tendrun kl. 22.00: Hægt verður taka strætó frá Skarfabakka að Hlemmi og þar til lokið verður að flytja gesti úr Viðey.Dagskrá í Viðey Kl. 18.30-19.30: Dagskráin hefst með leiðsögn á vegum Listasafns Reykjavíkur um verk Richards Serra í Viðey. Kl. 19.00 hefst söguganga á vegum Borgarsögusafnsins um byggð og sögu í eyjunni. Farið verður frá Viðeyjarstofu. Kl. 19.30: Sóley Stefánsdóttir flytur tónlist í Viðeyjarnausti. Kl. 20.40: Dagskráin við Friðarsúluna hefst með kórsöng Graduale Nobili undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar. Yoko Ono flytur ávarp og borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson tekur svo við. Tendrað verður á Friðarsúlunni kl. 21.00. Kynnir kvöldsins er Valur Freyr Einarsson. Kl. 21.30: Tónlistarmaðurinn Svavar Knútur flytur tónlist í Viðeyjarnausti eftir athöfnina. Veitingasala verður í Viðeyjarnausti og Viðeyjarstofu,“ segir í tilkynningunni.Sérstök Óskatré Yoko Ono verða staðsett í Viðeyjarnausti og Viðeyjarstofu þar sem gestir geta skilið eftir óskir sínar í tengslum við frið.Visit Reykjavík Mest lesið Um átta þúsund norður-kóreskir hermenn á landamærunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði á lík fljóta fram hjá Erlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð þeirra brann Innlent Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Innlent Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Fleiri fréttir Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð þeirra brann Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Sjá meira
Friðarsúlan í Viðey verður tendruð í ellefta sinn klukkan 21 í kvöld. Friðarsúlan er að vanda tendruð á fæðingardegi John Lennon og verður kveikt á henni til 8. desember, dánardegi Lennon. Yoko Ono, ekkja Lennon, býður upp á fríar siglingar yfir sundið. Hún segir Ísland vera afar andlegan stað og að hún skynji mikla orku þegar hún heimsæki landið. „Í hraða nútíma samfélags er svo auðvelt að gleyma ást, friði, skilningi og orkunni í náttúrunni. Á Íslandi, sérstaklega í Viðey er hins vegar auðveldara að muna eftir hvað þetta er mikilvægt fyrir okkur öll og jörðina okkar. John hefði elskað það,“ segir Ono. Svavar Knútur og Valur Freyr Einarsson halda úti dagskrá í Viðey sem hefst klukkan 18.30 og stendur til klukkan 22.30. Sérstök Óskatré Yoko Ono verða staðsett í Viðeyjarnausti og Viðeyjarstofu þar sem gestir geta skilið eftir óskir sínar í tengslum við frið. „Siglingar og strætóSiglingar fyrir tendrun kl. 18.00-20.30: Yoko Ono býður upp á fríar siglingar yfir sundið. Siglt er frá Skarfabakka. Siglingar eftir tendrun frá kl. 21.45: Siglt er þar til lokið er að flytja gesti frá eyjunni. Strætó fyrir tendrun kl. 17.45-20.10: Fríar strætóferðir eru frá Hlemmi að Skarfabakka á tuttugu mínútna fresti. Strætó eftir tendrun kl. 22.00: Hægt verður taka strætó frá Skarfabakka að Hlemmi og þar til lokið verður að flytja gesti úr Viðey.Dagskrá í Viðey Kl. 18.30-19.30: Dagskráin hefst með leiðsögn á vegum Listasafns Reykjavíkur um verk Richards Serra í Viðey. Kl. 19.00 hefst söguganga á vegum Borgarsögusafnsins um byggð og sögu í eyjunni. Farið verður frá Viðeyjarstofu. Kl. 19.30: Sóley Stefánsdóttir flytur tónlist í Viðeyjarnausti. Kl. 20.40: Dagskráin við Friðarsúluna hefst með kórsöng Graduale Nobili undir stjórn Þorvaldar Arnar Davíðssonar. Yoko Ono flytur ávarp og borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson tekur svo við. Tendrað verður á Friðarsúlunni kl. 21.00. Kynnir kvöldsins er Valur Freyr Einarsson. Kl. 21.30: Tónlistarmaðurinn Svavar Knútur flytur tónlist í Viðeyjarnausti eftir athöfnina. Veitingasala verður í Viðeyjarnausti og Viðeyjarstofu,“ segir í tilkynningunni.Sérstök Óskatré Yoko Ono verða staðsett í Viðeyjarnausti og Viðeyjarstofu þar sem gestir geta skilið eftir óskir sínar í tengslum við frið.Visit Reykjavík
Mest lesið Um átta þúsund norður-kóreskir hermenn á landamærunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði á lík fljóta fram hjá Erlent Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Innlent Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð þeirra brann Innlent Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Innlent Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Innlent Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Innlent Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Innlent Matráður segir upp á Mánagarði Innlent Fleiri fréttir Þau skipa framboðslista Lýðræðisflokksins Fjölskyldu sakaði ekki þegar íbúð þeirra brann Greiða bætur vegna tækja sem eyðilögðust eða biluðu í rafmagnsleysinu Stefna ríkinu vegna framgöngu lögreglu Flokkshollusta á undanhaldi Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Húnaver Mikið vinnuálag til að ná launum upp sem læknir Kristrún hefur beðið Dag afsökunar Steinþór „svo skelfdur eða forviða“ að hann gat ekki gætt sín Tæpur helmingur grunnskóla hefur bannað síma Læknar í verkfall, ellefu framboð og hrekkjavaka í Vesturbæ Máttu ekki selja eldaðan mat Sigurður handtekinn í stærsta kristal-amfetamínmáli sögunnar Sigurjón leiðir í Norðausturkjördæmi „Tifandi tímasprengjur“ á leið út í samfélagið Læknar á leið í verkfall Guðmundur Ingi leiðir og skrifstofustjórinn í öðru Dómur fyrir að nauðga fermingarstúlkum staðfestur Viðsnúningur í manndrápsmáli í Landsrétti Formaður Lýðræðisflokksins sagður misbeita samsæriskenningu „Pabbi minn hefði örugglega orðið reiður“ Fékk slá í höfuðið og málið fer fyrir Hæstarétt Borgarfulltrúi skipar annað sætið í kjördæmi formannsins Risastór ákvörðun íbúa í Þorlákshöfn handan við hornið Hvetja Ísland til að draga enn frekar úr losun Stórt skref stigið í átt að fullgildri aðild Færeyja, Álandseyja og Grænlands Framboðslisti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi birtur Á ekki von á að þeim fjölgi sem þurfi innlögn vegna E.coli Fækka áramótabrennum í Reykjavík um fjórar Þau skipa framboðslista Pírata í kosningunum Sjá meira