Pence sagðist ekki getað verið viðstaddur viðburð þar sem hermenn landsins og fáni væru virtir að vettugi.
Frá þessu greindi Pence á Twitter síðu sinni í dag. Um var að ræða leik í heimaríki hans, Indiana og léku Indianapolis Colts á móti San Francisco 49ers.
Donald Trump bandaríkjaforseti sagði sjálfur á Twitter að hann hefði beðið varaforsetann að fara ef leikmenn neituðu að standa upp í þjóðsöngnum og sagðist vera stoltur af Pence.
„Allir eiga rétt á sinni skoðun en mér finnst ekki til of mikils ætlast að NFL leikmenn beri virðingu fyrir fánanum,“ skrifaði Pence.
I stand with @POTUS Trump, I stand with our soldiers, and I will always stand for our Flag and our National Anthem. pic.twitter.com/B0zP5M41MQ
— Vice President Pence (@VP) October 8, 2017
I asked @VP Pence to leave stadium if any players kneeled, disrespecting our country. I am proud of him and @SecondLady Karen.
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 8, 2017
Eftir mótmæli Kaepernick fóru fleiri leikmenn að leika þetta eftir og krjúpa á kné undir þjóðsöngnum, eða lyfta hnefa á loft. Þess má geta að Kaepernick er ekki á samningi hjá neinu liði í NFL-deildinni sem stendur og vilja margir meina að það megi rekja til mótmæla hans.