Fótbolti

Pirlo: Get ekki haldið áfram til fimmtugs

Dagur Lárusson skrifar
Andrea Pirlo hefur átt farsælan feril.
Andrea Pirlo hefur átt farsælan feril. Vísir/getty
Ítalska goðsögnin, Anrea Pirlo, hefur tilkynnt það að hann ætli sér að leggja skóna á hilluna eftir tímabilið með New York City FC en tímabilið klárast í desember.

Þessi 37 ára gamli leikmaður hefur átt farsælan feril og hefur hann unnið marga titla og þar á meðal meistaradeild evrópu árið 2005 og heimsmeistaramótið með Ítalíu árið 2006. Pirlo segir að hann sé farinn að finna fyrir því að ferilinn þurfi að enda.

„Þú áttar þig á því smátt og smátt að tíminn þarf að koma. Á hverjum degi koma ný og ný meiðsli og þá getur þú ekki æft venjulega eins og þú hefur gert í gegnum tíðina.“

„Á mínum aldri þá er best að segja þetta gott. Ég get ekki haldið áfram þar til ég verð fimmtugur, heldur mun ég finna mér eitthvað annað að gera.“

Það hafa verið sögusagnir í gangi þess efnis að Pirlo gæti gengið til liðs við þjálfarateymi Antonio Conte hjá Chelsea í desember og gat Pirlo hvorki játað né neitað þessum sögusögnum.

„Ég finn mér eitthvað annað að gera þegar ég fer til Ítalíu aftur í desember. Vinna með Conte? Fréttamennirnir tala um einhverjar hugmyndir, ég hef líka einhverjar hugmyndir, ég sé til hvað ég geri.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×