Ekki búið að ákveða hvernig greiðslum til Jóns verði háttað Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. október 2017 12:30 Á flokksfundi Samfylkingarinnar á föstudag tilkynnti Jón Gnarr að hann hefði tekið að sér ráðgjafarstörf fyrir flokkinn. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir mjög gott ef hægt verður að greiða fyrir starf Jóns. Vísir/Samsett mynd/Ernir/Stefán Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir það ekki hafa verið rætt hvort Jón Gnarr fái borgað fyrir vinnu sína fyrir flokkinn. Á föstudag staðfesti Jón, í samtali við Mbl, að hann væri á launum hjá Samfylkingunni. Formaður framkvæmdastjórnar flokksins segir að Jón muni fá greitt fyrir kosningaráðgjöf en enn eigi eftir að ákveða hvernig því verði háttað. Á flokksfundi Samfylkingarinnar á föstudag tilkynnti Jón Gnarr að hann hefði tekið að sér ráðgjafarstörf fyrir flokkinn. Jón stofnaði Besta flokkinn árið 2009 og leiddi hann til sigurs í Reykjavík. Hann var síðan á lista Bjartrar Framtíðar fyrir Alþingiskosningarnar 2012. Þá vakti Facebook-færsla Guðlaugar Kristjánsdóttur, stjórnarformanns Bjartrar framtíðar, mikla athygli í gær. Í færslunni, sem síðar var eytt, birti Guðlaug mynd af undirskrift Jóns Gnarr við meðmælendalista flokksins. Í færslunni talaði hún einnig um greiðslur Samfylkingarinnar til Jóns en sagðist svo í samtali við Vísi ekki hafa hugmynd um hvort að Jón fái borgað fyrir þáttöku sína í starfi flokksins.Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.vísir/anton brinkEkki verið rætt hvort Jón fái greittLogi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir í samtali við Vísi það ekki hafa verið rætt hvort Jón Gnarr muni fá greitt fyrir vinnu sína hjá flokknum. Logi fagnar þó inngöngu Jóns í Samfylkinguna. „Það hefur ekkert verið rætt og á eftir að koma í ljós hvaða hlutverki hann gegnir og hvað hann mun gera, aðalatriðið er náttúrulega að maðurinn ákveður að ganga í flokkinn og við fögnum honum gríðarlega,“ segir Logi. „Hann er örlagavaldur í íslenskum stjórnmálum á margan hátt,“ bætir hann við og ítrekar að enn eigi eftir að skilgreina nákvæmlega hlutverk Jóns innan flokksins. „Við munum svo alveg örugglega nýta hans krafta eins og hann í rauninni býður upp á og það kemur þá bara í ljós hvernig það verður, þetta er náttúrulega bara tiltölulega nýskeð.“Sjá einnig: Segir Jón hafa sóst eftir að starfa með Bjartri framtíð skömmu eftir stjórnarslitinGott ef hægt er að borga honum fyrir störf sínÍ samtali við Mbl á föstudag staðfesti Jón að hann væri á launum hjá Samfylkingunni. Inntur eftir viðbrögðum við þeirri staðhæfingu Jóns segist Logi jákvæður í garð þess að greiða honum fyrir vinnu sína. „Já, ég náttúrulega stýri ekki þessari kosningabaráttu en það getur vel verið. Ég veit það bara að við höfum óskað eftir kröftum hans og það er mjög gott ef það er hægt að borga honum fyrir það,“ segir Logi og furðar sig enn fremur á fjaðrafokinu yfir inngöngu Jóns í Samfylkinguna. „Ég veit ekki nákvæmlega smáatriðin en ég fagna því ef hann getur tekið mikinn þátt í þessu, eins mikinn þátt og mögulegt er. Fyrir það verður ekkert óeðlilegt að greiða,“ segir Logi.Jón Gnarr segist hafa tekið að sér ráðgjafastörf fyrir Samfylkinguna.Vísir/StefánFleiri reiðubúnir að starfa fyrir Samfylkinguna en áðurLogi ítrekar einnig að öll slík störf, tilvonandi vinnuframlag Jóns þar á meðal, verði gefið upp. Þar sé ekki um að ræða leyndarmál. Þá segist Logi finna fyrir aukinni aðsókn fólks í störf fyrir Samfylkinguna. „Við finnum fyrir gríðarlega auknum fjölda fólks sem vill bæði koma aftur til starfa hjá okkur og koma nýtt til starfa, það er veruleiki sem er nýr miðað við í fyrra og það er bara ánægjulegt.“En hefur þú tilfinningu fyrir því hversu margir í þessum hópi fá greitt fyrir sín störf? „Nei, ég hef ekki yfirsýn yfir það. Það eina sem ég veit er að við höfum mjög takmarkað fé eins og aðrir stjórnmálaflokkar þegar þeir fara út í þessa kosningabaráttu. Flokkurinn er í ágætu standi hvað það varðar að hann er í skilum og getur staðið við sínar skuldbingingar en við eigum ekki mikið lausafé og viljum ekki skuldsetja okkur upp í rjáfur,“ segir Logi.Fær greitt fyrir „ákveðna kosningaráðgjöf“Margrét Lind Ólafsdóttir, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, tekur undir orð Loga um að hlutverk Jóns innan flokksins sé enn nokkuð órætt. „Hann Jón Gnarr kemur í rauninni til okkar með ákveðna kosningaráðgjöf, hann er kominn til okkar til að hjálpa góðu fólki,“ segir Margrét Lind. „Hann fær í rauninni greitt fyrir ákveðna kosningaráðgjöf og að aðstoða okkur við þetta, eins og tíðkast hjá öðrum flokkum. En það á nú bara eftir að koma í ljós hvernig okkar sambandi verður háttað.“ Tengdar fréttir Birti mynd af undirskrift Jóns Gnarr en sá svo eftir því Stjórnarformaður Bjartrar framtíðar stakk upp á að bjóða upp lista með undirskrift Jóns Gnarr til að safna fé í kosningasjóði flokksins í færslu á samfélagsmiðlum sem hann hefur síðan eytt. 7. október 2017 12:15 Segir Jón hafa sóst eftir að starfa með Bjartri framtíð skömmu eftir stjórnarslitin Jón Gnarr hélt erindi á flokksfundi Samfylkingarinnar fyrr í dag þar sem hann sagðist hafa tekið að sér ráðgjafastörf fyrir flokkinn. 6. október 2017 23:15 Jón Gnarr genginn í raðir Samfylkingarinnar Útilokar ekki endurkomu sína í pólitík. 6. október 2017 18:25 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir það ekki hafa verið rætt hvort Jón Gnarr fái borgað fyrir vinnu sína fyrir flokkinn. Á föstudag staðfesti Jón, í samtali við Mbl, að hann væri á launum hjá Samfylkingunni. Formaður framkvæmdastjórnar flokksins segir að Jón muni fá greitt fyrir kosningaráðgjöf en enn eigi eftir að ákveða hvernig því verði háttað. Á flokksfundi Samfylkingarinnar á föstudag tilkynnti Jón Gnarr að hann hefði tekið að sér ráðgjafarstörf fyrir flokkinn. Jón stofnaði Besta flokkinn árið 2009 og leiddi hann til sigurs í Reykjavík. Hann var síðan á lista Bjartrar Framtíðar fyrir Alþingiskosningarnar 2012. Þá vakti Facebook-færsla Guðlaugar Kristjánsdóttur, stjórnarformanns Bjartrar framtíðar, mikla athygli í gær. Í færslunni, sem síðar var eytt, birti Guðlaug mynd af undirskrift Jóns Gnarr við meðmælendalista flokksins. Í færslunni talaði hún einnig um greiðslur Samfylkingarinnar til Jóns en sagðist svo í samtali við Vísi ekki hafa hugmynd um hvort að Jón fái borgað fyrir þáttöku sína í starfi flokksins.Logi Már Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.vísir/anton brinkEkki verið rætt hvort Jón fái greittLogi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir í samtali við Vísi það ekki hafa verið rætt hvort Jón Gnarr muni fá greitt fyrir vinnu sína hjá flokknum. Logi fagnar þó inngöngu Jóns í Samfylkinguna. „Það hefur ekkert verið rætt og á eftir að koma í ljós hvaða hlutverki hann gegnir og hvað hann mun gera, aðalatriðið er náttúrulega að maðurinn ákveður að ganga í flokkinn og við fögnum honum gríðarlega,“ segir Logi. „Hann er örlagavaldur í íslenskum stjórnmálum á margan hátt,“ bætir hann við og ítrekar að enn eigi eftir að skilgreina nákvæmlega hlutverk Jóns innan flokksins. „Við munum svo alveg örugglega nýta hans krafta eins og hann í rauninni býður upp á og það kemur þá bara í ljós hvernig það verður, þetta er náttúrulega bara tiltölulega nýskeð.“Sjá einnig: Segir Jón hafa sóst eftir að starfa með Bjartri framtíð skömmu eftir stjórnarslitinGott ef hægt er að borga honum fyrir störf sínÍ samtali við Mbl á föstudag staðfesti Jón að hann væri á launum hjá Samfylkingunni. Inntur eftir viðbrögðum við þeirri staðhæfingu Jóns segist Logi jákvæður í garð þess að greiða honum fyrir vinnu sína. „Já, ég náttúrulega stýri ekki þessari kosningabaráttu en það getur vel verið. Ég veit það bara að við höfum óskað eftir kröftum hans og það er mjög gott ef það er hægt að borga honum fyrir það,“ segir Logi og furðar sig enn fremur á fjaðrafokinu yfir inngöngu Jóns í Samfylkinguna. „Ég veit ekki nákvæmlega smáatriðin en ég fagna því ef hann getur tekið mikinn þátt í þessu, eins mikinn þátt og mögulegt er. Fyrir það verður ekkert óeðlilegt að greiða,“ segir Logi.Jón Gnarr segist hafa tekið að sér ráðgjafastörf fyrir Samfylkinguna.Vísir/StefánFleiri reiðubúnir að starfa fyrir Samfylkinguna en áðurLogi ítrekar einnig að öll slík störf, tilvonandi vinnuframlag Jóns þar á meðal, verði gefið upp. Þar sé ekki um að ræða leyndarmál. Þá segist Logi finna fyrir aukinni aðsókn fólks í störf fyrir Samfylkinguna. „Við finnum fyrir gríðarlega auknum fjölda fólks sem vill bæði koma aftur til starfa hjá okkur og koma nýtt til starfa, það er veruleiki sem er nýr miðað við í fyrra og það er bara ánægjulegt.“En hefur þú tilfinningu fyrir því hversu margir í þessum hópi fá greitt fyrir sín störf? „Nei, ég hef ekki yfirsýn yfir það. Það eina sem ég veit er að við höfum mjög takmarkað fé eins og aðrir stjórnmálaflokkar þegar þeir fara út í þessa kosningabaráttu. Flokkurinn er í ágætu standi hvað það varðar að hann er í skilum og getur staðið við sínar skuldbingingar en við eigum ekki mikið lausafé og viljum ekki skuldsetja okkur upp í rjáfur,“ segir Logi.Fær greitt fyrir „ákveðna kosningaráðgjöf“Margrét Lind Ólafsdóttir, formaður framkvæmdastjórnar Samfylkingarinnar, tekur undir orð Loga um að hlutverk Jóns innan flokksins sé enn nokkuð órætt. „Hann Jón Gnarr kemur í rauninni til okkar með ákveðna kosningaráðgjöf, hann er kominn til okkar til að hjálpa góðu fólki,“ segir Margrét Lind. „Hann fær í rauninni greitt fyrir ákveðna kosningaráðgjöf og að aðstoða okkur við þetta, eins og tíðkast hjá öðrum flokkum. En það á nú bara eftir að koma í ljós hvernig okkar sambandi verður háttað.“
Tengdar fréttir Birti mynd af undirskrift Jóns Gnarr en sá svo eftir því Stjórnarformaður Bjartrar framtíðar stakk upp á að bjóða upp lista með undirskrift Jóns Gnarr til að safna fé í kosningasjóði flokksins í færslu á samfélagsmiðlum sem hann hefur síðan eytt. 7. október 2017 12:15 Segir Jón hafa sóst eftir að starfa með Bjartri framtíð skömmu eftir stjórnarslitin Jón Gnarr hélt erindi á flokksfundi Samfylkingarinnar fyrr í dag þar sem hann sagðist hafa tekið að sér ráðgjafastörf fyrir flokkinn. 6. október 2017 23:15 Jón Gnarr genginn í raðir Samfylkingarinnar Útilokar ekki endurkomu sína í pólitík. 6. október 2017 18:25 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Fleiri fréttir Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Sjá meira
Birti mynd af undirskrift Jóns Gnarr en sá svo eftir því Stjórnarformaður Bjartrar framtíðar stakk upp á að bjóða upp lista með undirskrift Jóns Gnarr til að safna fé í kosningasjóði flokksins í færslu á samfélagsmiðlum sem hann hefur síðan eytt. 7. október 2017 12:15
Segir Jón hafa sóst eftir að starfa með Bjartri framtíð skömmu eftir stjórnarslitin Jón Gnarr hélt erindi á flokksfundi Samfylkingarinnar fyrr í dag þar sem hann sagðist hafa tekið að sér ráðgjafastörf fyrir flokkinn. 6. október 2017 23:15
Jón Gnarr genginn í raðir Samfylkingarinnar Útilokar ekki endurkomu sína í pólitík. 6. október 2017 18:25