Blæs til stofnfundar Miðflokksins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. október 2017 18:25 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vonast til þess að sjá sem flesta á stofnfundi Miðflokksins á morgun. Visir/Auðunn Níelsson Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, blæs til formlegs stofnfundar Miðflokksins í Rúgbrauðsgerðinni klukkan 16.00 á morgun. „Já, ég held að margt af þessu væri til þess fallið að vekja athygli skulum við segja,“ segir Sigmundur Davíð þegar hann er spurður hvort hann sé með einhver „tromp upp í erminni.“ Sigmundur verður sá eini sem tekur til máls á stofnfundinum. „Ég mun tala um stöðuna í pólitíkinni, stofnun flokksins, hvað hafi verið að gerast í því og hvers sé að vænta og svo mun ég tala um stefnuna hjá okkur núna fyrir kosningar. Ég mun að vísu ekki fara nákvæmlega í útfærsluna því við verðum með sérstakan fund til þess að kynna kosningastefnuskrána en ég mun ræða um viðfangsefnin og hvernig við ætlum að nálgast þau.“ Sigmundur segir að meðal þeirra málefna sem Miðflokkurinn setur á oddinn séu málafni eldri borgara, endurskipulagning fjármálakerfisins, bygging nýs spítala og þá segist Sigmundur hafa góðar hugmyndir um það hvernig hægt sé að láta Ísland „virka sem eina heild.“ Á fundinum getur fólk skráð sig sem stofnfélaga Miðflokksins en Sigmundur segir að það sé þó engin skylda, öllum sé frjálst að koma til að hlusta á ræðuna. Sigmundur segir að það gangi vel að raða á framboðslista. „Uppstillingarnefndin er búin að vera að vinna að því að raða fólki á lista og það er tilhlökkunarefni að kynna það.“ „Þetta er alveg ótrúlega skemmtileg kosningabarátta það sem af er. Það er dálítið margt að gerast samtímis þegar menn eru að setja saman nýjan flokk á nokkrum dögum. Nú er maður farinn að hafa yfirsýn yfir þetta og mér finnst þetta allt vera að smella saman þannig að mér finnst þetta mjög skemmtilegt,“ segir Sigmundur. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Nýr flokkur Sigmundar heitir Miðflokkurinn 28. september 2017 16:29 Miðflokkur Sigmundar Davíðs virðist kljúfa Framsókn í tvennt Fréttin er auðvitað sú að það lítur út fyrir að Sigmundur sé búinn að kljúfa Framsóknarflokkinn í tvennt, segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við HA, um nýja könnun MMR. 29. september 2017 06:00 Föstudagsviðtalið: „Við erum bara svo andskoti leiðinleg“ Þórdís Kolbrún, Sigmundur og Björt ræða ólíka sýn á stjórnmálin, vaxandi ferðaþjónustu og sjálfkeyrandi bíla. 6. október 2017 06:00 Versti klofningur í sögu Framsóknarflokksins Mikill fjöldi áhrifafólks hefur sagt sig úr flokknum undanfarna daga. 28. september 2017 13:15 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, blæs til formlegs stofnfundar Miðflokksins í Rúgbrauðsgerðinni klukkan 16.00 á morgun. „Já, ég held að margt af þessu væri til þess fallið að vekja athygli skulum við segja,“ segir Sigmundur Davíð þegar hann er spurður hvort hann sé með einhver „tromp upp í erminni.“ Sigmundur verður sá eini sem tekur til máls á stofnfundinum. „Ég mun tala um stöðuna í pólitíkinni, stofnun flokksins, hvað hafi verið að gerast í því og hvers sé að vænta og svo mun ég tala um stefnuna hjá okkur núna fyrir kosningar. Ég mun að vísu ekki fara nákvæmlega í útfærsluna því við verðum með sérstakan fund til þess að kynna kosningastefnuskrána en ég mun ræða um viðfangsefnin og hvernig við ætlum að nálgast þau.“ Sigmundur segir að meðal þeirra málefna sem Miðflokkurinn setur á oddinn séu málafni eldri borgara, endurskipulagning fjármálakerfisins, bygging nýs spítala og þá segist Sigmundur hafa góðar hugmyndir um það hvernig hægt sé að láta Ísland „virka sem eina heild.“ Á fundinum getur fólk skráð sig sem stofnfélaga Miðflokksins en Sigmundur segir að það sé þó engin skylda, öllum sé frjálst að koma til að hlusta á ræðuna. Sigmundur segir að það gangi vel að raða á framboðslista. „Uppstillingarnefndin er búin að vera að vinna að því að raða fólki á lista og það er tilhlökkunarefni að kynna það.“ „Þetta er alveg ótrúlega skemmtileg kosningabarátta það sem af er. Það er dálítið margt að gerast samtímis þegar menn eru að setja saman nýjan flokk á nokkrum dögum. Nú er maður farinn að hafa yfirsýn yfir þetta og mér finnst þetta allt vera að smella saman þannig að mér finnst þetta mjög skemmtilegt,“ segir Sigmundur.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Nýr flokkur Sigmundar heitir Miðflokkurinn 28. september 2017 16:29 Miðflokkur Sigmundar Davíðs virðist kljúfa Framsókn í tvennt Fréttin er auðvitað sú að það lítur út fyrir að Sigmundur sé búinn að kljúfa Framsóknarflokkinn í tvennt, segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við HA, um nýja könnun MMR. 29. september 2017 06:00 Föstudagsviðtalið: „Við erum bara svo andskoti leiðinleg“ Þórdís Kolbrún, Sigmundur og Björt ræða ólíka sýn á stjórnmálin, vaxandi ferðaþjónustu og sjálfkeyrandi bíla. 6. október 2017 06:00 Versti klofningur í sögu Framsóknarflokksins Mikill fjöldi áhrifafólks hefur sagt sig úr flokknum undanfarna daga. 28. september 2017 13:15 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Sjá meira
Miðflokkur Sigmundar Davíðs virðist kljúfa Framsókn í tvennt Fréttin er auðvitað sú að það lítur út fyrir að Sigmundur sé búinn að kljúfa Framsóknarflokkinn í tvennt, segir Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við HA, um nýja könnun MMR. 29. september 2017 06:00
Föstudagsviðtalið: „Við erum bara svo andskoti leiðinleg“ Þórdís Kolbrún, Sigmundur og Björt ræða ólíka sýn á stjórnmálin, vaxandi ferðaþjónustu og sjálfkeyrandi bíla. 6. október 2017 06:00
Versti klofningur í sögu Framsóknarflokksins Mikill fjöldi áhrifafólks hefur sagt sig úr flokknum undanfarna daga. 28. september 2017 13:15