Innlent

Hræringar halda áfram norður af Grímsey

Kjartan Kjartansson skrifar
Skjálftanir hafa átt upptök sín norðvestur af Grímsey, norður af Eyjafirði.
Skjálftanir hafa átt upptök sín norðvestur af Grímsey, norður af Eyjafirði. veðurstofa íslands
Jarðskjálfti af stærðinni 3,4 reið yfir skammt norðvestur af Grímsey laust eftir klukkan átta í morgun og annar minni upp á 2,2 tveimur mínútum síðar. Hrina jarðskjálfta hefur verið í gangi á svæðinu síðustu daga.

Nokkrir tiltölulega stórir jarðskjálftar hafa orðið nærri Grímsey frá því á fimmtudag. Sá stærsti þeirra var 4,3 síðdegis þann dag. Stærð hans hefur verið uppfærð en upphaflega var sagt frá því að hann hefði verið 3,9.

Fjöldi skjálfta hefur fylgt í kjölfarið, flestir þeirra af stærðinni einn til tveir. Tveir jarðskjálftar mældust yfir þrír að stærð í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×