Innlent

Jörð skalf áfram við Grímsey

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Upptök skjálftana voru norðnorðvestur af Grímsey norður af Eyjafirði.
Upptök skjálftana voru norðnorðvestur af Grímsey norður af Eyjafirði. Vísir/Pjetur
Frá því að Vísir greindi frá skjálfta að stærðinni 3,9 norðnorðvestur af Grímsey klukkan 16:25 í gær hafa tveir skjálftar, báðir rúmlega þrír að stærð, mælst við eyjuna. 

Sá fyrri mældist klukkan 01:59 í nótt og var af stærðinni 3,5. Hann átti upptökin sín um 3,1 kílómetra norðnorðvestur af eyjunni. Sá síðari reið yfir einungis um 12 mínútum síðar, klukkan 02:11. Hann var 3 að stærð og voru upptök hans nokkurn veginn þau sömu og þess fyrri.

Sjá einnig: Jarðskjálfti af stærðinni 3,9 við Grímsey

Tugir minni skjálfta hafa mælst á svæðinu síðastliðinn sólarhring en að sögn náttúruvársérfræðings á Veðurstofu Íslands varviðbúið enda spenna að fara úr jörðu. Í samtali við Ríkisútvarpið segir hann engin merki vera um gosóróa eða annað sem þurfi að hafa áhyggjur af.

Þá varð einn skjálfti við Bárðarbungu í nótt, 3,4 að stærð, laust fyrir klukkan þrjú.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×