KKÍ hefur neyðst til þess að fresta leik Grindavík og Þórs frá Þorlákshöfn í kvöld þar sem meirihluti liðs Þórs er veikur.
Leikmenn nældu sér í matareitrun á dögunum og liggur meirihluti liðsins í veikindum. Samkvæmt heimildum Vísis eru alls ellefu leikmenn liðsins að glíma við veikindi.
Ekki er búið að ákveða hvenær leikur liðsins verður leikinn.
Leikurinn átti að vera í beinni á Stöð 2 Sport en þar sem hann fer ekki fram verður leikur Hauka og Þórs frá Akureyri sýndur í staðinn. Hann hefst klukkan 19.15.
Dominos körfuboltakvöld er síðan á dagskránni klukkan 22.00.
Frestað þar sem meirihluta Þórsara er með matareitrun
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið





„Við völdum okkur ekki andstæðinga“
Handbolti

Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn




Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“
Íslenski boltinn