May ætlar að halda áfram sem forsætisráðherra Bretlands Kjartan Kjartansson skrifar 5. október 2017 22:44 Hrekkjalómurinn sagði að uppsagnarbréfið sem hann afhenti May í miðri ræðu kæmi frá Boris Johnson. Vísir/AFP Aðstoðarmaður Theresu May segir að hún ætli sér að halda áfram sem forsætisráðherra Bretlands. May er undir miklum þrýstingi innan Íhaldsflokksins og misheppnuð ræða hennar á flokksþingi í gær hefur orðið til að bæta gráu ofan á svart. Öll spjót standa nú á May en öfl innan Íhaldsflokksins hafa reynt að grafa undan formennsku hennar. Fremstur í flokki hefur farið Boris Johnson, utanríkisráðherrann, sem hefur leikið einleik þegar kemur að stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi gönguna úr Evrópusambandinu. „Ég veit að hún er eins ákveðið og nokkru sinni áður í að halda starfinu áfram, hún telur það skyldu sína að gera það þannig að hún mun halda áfram og hún mun ná árangri með þessari ríkisstjórn,“ sagði Damian Green, staðgengill forsætisráðherra, við breska ríkisútvarpið BBC í dag. Allt gekk á afturfótunum þegar May ávarpaði þing Íhaldsflokksins í gær. Hrekkjalómur truflaði ræðu hennar með því að afhenda henni „uppsagnarbréf“, hún fékk óstjórnlegt hóstakast og á endanum byrjaði hluti af sviðsmyndinni fyrir aftan hana að detta í sundur. Ed Vaizey sem May rak sem menningarmálaráðherra þegar hún tók við forsætisráðuneytinu í fyrra segir að ræða hennar hafi fullvissað marga þingmenn flokksins um að hún þurfi að stíga til hliðar, að því er segir í frétt The Guardian. Staða May veiktist ekki síst eftir að hún boðaði óvænt til kosninga fyrr á þessu ári þegar skoðanakannanir bentu til yfirburðasigurs Íhaldsflokksins. Kosningarnar fóru þó á annan veg og þurfa íhaldsmenn nú að reiða sig á íhaldssaman flokk norður-írskra sambandssinna sem verja minnihlutastjórn þeirra falli. Tengdar fréttir Allt gekk á afturfótunum hjá May á þingi Íhaldsflokksins Ræða Theresu May breyttist í farsa þar sem hvert uppákoman rak aðra. 4. október 2017 21:17 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Sjá meira
Aðstoðarmaður Theresu May segir að hún ætli sér að halda áfram sem forsætisráðherra Bretlands. May er undir miklum þrýstingi innan Íhaldsflokksins og misheppnuð ræða hennar á flokksþingi í gær hefur orðið til að bæta gráu ofan á svart. Öll spjót standa nú á May en öfl innan Íhaldsflokksins hafa reynt að grafa undan formennsku hennar. Fremstur í flokki hefur farið Boris Johnson, utanríkisráðherrann, sem hefur leikið einleik þegar kemur að stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi gönguna úr Evrópusambandinu. „Ég veit að hún er eins ákveðið og nokkru sinni áður í að halda starfinu áfram, hún telur það skyldu sína að gera það þannig að hún mun halda áfram og hún mun ná árangri með þessari ríkisstjórn,“ sagði Damian Green, staðgengill forsætisráðherra, við breska ríkisútvarpið BBC í dag. Allt gekk á afturfótunum þegar May ávarpaði þing Íhaldsflokksins í gær. Hrekkjalómur truflaði ræðu hennar með því að afhenda henni „uppsagnarbréf“, hún fékk óstjórnlegt hóstakast og á endanum byrjaði hluti af sviðsmyndinni fyrir aftan hana að detta í sundur. Ed Vaizey sem May rak sem menningarmálaráðherra þegar hún tók við forsætisráðuneytinu í fyrra segir að ræða hennar hafi fullvissað marga þingmenn flokksins um að hún þurfi að stíga til hliðar, að því er segir í frétt The Guardian. Staða May veiktist ekki síst eftir að hún boðaði óvænt til kosninga fyrr á þessu ári þegar skoðanakannanir bentu til yfirburðasigurs Íhaldsflokksins. Kosningarnar fóru þó á annan veg og þurfa íhaldsmenn nú að reiða sig á íhaldssaman flokk norður-írskra sambandssinna sem verja minnihlutastjórn þeirra falli.
Tengdar fréttir Allt gekk á afturfótunum hjá May á þingi Íhaldsflokksins Ræða Theresu May breyttist í farsa þar sem hvert uppákoman rak aðra. 4. október 2017 21:17 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Sjá meira
Allt gekk á afturfótunum hjá May á þingi Íhaldsflokksins Ræða Theresu May breyttist í farsa þar sem hvert uppákoman rak aðra. 4. október 2017 21:17