Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Starfsmenn Vegagerðarinnar og verktakar unnu þrekvirki þegar þeir byggðu bráðabirgðabrú yfir Steinavötn í Suðursveit á aðeins sex dögum en almennri umferð var hleypt á brúnna í dag. Í fréttatíma Stöðvar tvö klukkan hálf sjö fjöllum við um brúarsmíðina og tökum stöðuna á ferðaþjónustu svæðisins í beinni útsendingu.

Í fréttatímanum ræðum við líka við einn fremsta vísindamann heims í rannsóknum á fíknisjúkdómum, lítum á barnabókaráðstefnu í Ráðhúsi Reykjavíkur og kynnum okkur nýjan íslenskan upplýsingavef um hinsegin málefni. Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×