Innlent

Engin lóðagjöld til að auðvelda fólki að byggja sér hús

Kristján Már Unnarsson skrifar
Milli þrjátíu og fjörutíu nýjar íbúðir eru nú í smíðum eða undirbúningi á Höfn í Hornafirði. Slík gróska í húsbyggingum hefur ekki sést þar í tuttugu ár. Rætt var við Björn Inga Jónsson bæjarstjóra í fréttum Stöðvar 2.



Bæjarstjóri þeirra Hornfirðinga, Björn Ingi Jónsson, sýnir okkur hvar sveitarfélagið er lagt af stað með smíði lítils tveggja hæða fjölbylishúss. Á næstu lóð er svo að hafin smíði á öðru samskonar húsi sem útgerðarfyrirtækið Skinney Þinganes stendur fyrir.

 

Hér rísa tvö lítil fjölbýlishús á Höfn.Stöð 2/Arnar Halldórsson.
Í öðru hverfi má sjá grunn að einbýlishúsi en einstaklingar eru einnig farnir að byggja sér hús á Hornafirði. Sveitarfélagið gerir sitt til að auðvelda mönnum íbúðabyggingar, en lóðagjöld voru felld niður hjá einstaklingum, að sögn bæjarstjórans. Þannig fóru 10-14 lóðir.

 

Grunnur að nýju einbýlishúsi á Höfn í Hornafirði.Stöð 2/Arnar Halldórsson.
Flestum lausum byggingarlóðum hefur nú verið úthlutað og er sveitarstjórnin nú farin að huga að því hvar næsta íbûðahverfi verði skipulagt. Bæjarstjórinn segir svo mikla grósku í íbúðabyggingum ekki hafa verið í 20-25 ár og sér fram á að á að næstu fimm árum gæti byggst upp á þrjátíu til fjörutíu lóðum. 

 

Nánar í frétt Stöðvar 2.


Tengdar fréttir

Þriðjungs verðlækkun á síld gríðarlegt högg

Útgerðir standa frammi fyrir yfir þrjátíu prósenta verðfalli á síldarafurðum. Makrílvertíðin er langt komin og uppsjávarflotinn byrjaður að færa sig yfir í síldveiðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×