Innlent

Gististaður þar sem áður var hjúkrunarheimili á Kumbaravogi

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Ocean Beach Apartments hefur tekið yfir Kumbaravog.
Ocean Beach Apartments hefur tekið yfir Kumbaravog. vísir/anton
„Þetta lítur allt vel út,“ segir Stefán Aðalsteinsson hjá Ocean Beach Apartments sem undirbýr opnun gististaðar á Kumbaravogi. Hann segir pantanir þegar hafa verið gerðar.

Hjúkrunarheimili á Kumbaravogi var lokað fyrr á þessu ári eftir að heilbrigðisráðuneytið rifti þjónustusamningi um reksturinn vegna ágalla á húsnæðinu. Heimilisfólkinu var í kjölfarið dreift á ýmis önnur heimili víða um land. Nú hefur Kumbaravogur fengið nýtt hlutverk og unnið er að endurbótum.

Stefán segir áætlað að opna gististaðinn í lok mánaðarins. „Það er von á fyrstu gestunum í byrjun nóvember,“ segir hann. Eldunaraðstaða og bað verður í hverju herbergi. „Gestirnir sjá um matinn sinn sjálfir. Við þjónustum aðeins gistingu og þrif.“

Á staðnum verða fimm fjögurra manna herbergi, eitt þriggja manna herbergi og sextán tveggja manna herbergi er allt verður tilbúið. „Við skiptum þessu í tvo áfanga og erum búin að taka fyrsta áfangann í gegn og fara í miklar breytingar að innan. Þetta verður í besta húsinu á staðnum sem er bygging úr steini og mjög hentug í þetta,“ segir Stefán.

Félagið að baki nýja gististaðn­um er með rekstur annars staðar á Suðurlandi að sögn Stefáns, meðal annars á Hellu.

Miklar endurbætur eru í gangi innanhúss á Kumbaravogi þar sem seld verður gisting án veitinga.vísir/anton

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×