McCain fordæmir „falska þjóðernishyggju“ Kjartan Kjartansson skrifar 17. október 2017 11:54 McCain tók við frelsisorðu við hátíðlega athöfn í Fíladelfíu í gærkvöldi. Hann nýtti tækifærið til að gagnrýna Trump-stjórnina óbeint. Vísir/AFP Hörð gagnrýni sem virtist beinast að ríkisstjórn Donalds Trump einkenndi ræðu Johns Mccain, öldungadeildarþingmanns repúblikana og fyrrverandi forsetaframbjóðanda flokksins, í Fíladelfíu í gær. Fordæmdi hann meðal annars „falska þjóðernishyggju“. McCain hlaut frelsisorðu Stjórnarskrármiðstöðvar Bandaríkjanna fyrir þjónustu sína við land og þjóð. Í þakkarræðu sinni fór hann hörðum orðum um þá pólitísku strauma sem hafa verið ríkjandi vestanhafs síðustu misseri. Virtist gagnrýnin beinast að Trump og stuðningsmönnum hans, að því er segir í frétt Politico. „Að óttast heiminn sem við höfum skipulagt og leitt í þrjá fjórðu af öld, að yfirgefa hugsjónir sem við höfum talað fyrir um allan heim, að hafna ábyrgð alþjóðlegrar forystu og skyldu okkar að vera „síðasta og besta von jarðar“ í þágu hálfbakaðrar, falskrar þjóðernishyggju sem fólk sem vill frekar finna blóraböggla en leysa vandamál hefur soðið saman er eins óþjóðrækið og fylgispekt við aðrar þreyttar kreddur fortíðarinnar sem Bandaríkjamenn hafa kastað á öskuhauga sögunnar,“ sagði McCain. Bandaríkin væru land hugsjónanna en ekki „blóð og jörð“. Vísaði McCain þar til einkennisorða Þýskalands nasismans. „Við munum ekki þrífast í heimi án forystu okkar og hugsjóna. Við myndum ekki eiga það skilið,“ sagði McCain. McCain hefur reynst Trump erfiður ljár í þúfu undanfarið. Þannig var hann einn örfárra öldungadeildarþingmanna repúblikana sem greiddi í atkvæði gegn frumvarpi flokksins um að afnema sjúkratryggingalögin Obamacare. Mætti hann meðal annars í þingsal beint úr meðferð við krabbameini í heila til að greiða atkvæði gegn frumvarpinu. Donald Trump Tengdar fréttir McCain dreginn af sjúkrabeði til að kjósa um Obamacare Þingmenn repúblikana segjast ekki vita hvaða útgáfu af sjúkratryggingafrumvarpi flokksins þeir eigi að greiða atkvæði um í dag. John McCain, sem greindist með heilaæxli í síðustu viku, mætir til Washington-borgar sérstaklega til að greiða atkvæði. Erfiðlega hefur gengið fyrir flokksforystuna um að ná meirihluta um hvað eigi að koma í staðinn fyrir Obamacare. 25. júlí 2017 08:29 McCain bregður fæti fyrir flokksbræður sína, aftur Öldungardeildarþingmaðurinn John McCain segir að hann geti ekki stutt nýjustu tilraun samflokksmanna sinna í Repúblikanaflokknum til þess að ganga frá heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna, sem gengur undir nafninu Obamacare. 22. september 2017 21:14 Sagði heilaæxli hafa haft áhrif á ákvörðun McCains Haft var eftir þingmanni repúblikana að kosið hefði verið um afnám Obamacare klukkan hálf tvö um nótt og að John McCain gæti hafa verið illa fyrir kallaður vegna veikinda sinna. 9. ágúst 2017 22:15 Repúblikanar andæfa fordómum og Trump forseta Margir háttsettir repúblikanar hafa gagnrýnt furðuleg ummæli Donalds Trump forseta um óeirðirnar í Charlottesville í gær. Helstu leiðtogar þeirra hafa þó hikað við að beina spjótum sínum beint að forsetanum. 16. ágúst 2017 10:29 Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Sjá meira
Hörð gagnrýni sem virtist beinast að ríkisstjórn Donalds Trump einkenndi ræðu Johns Mccain, öldungadeildarþingmanns repúblikana og fyrrverandi forsetaframbjóðanda flokksins, í Fíladelfíu í gær. Fordæmdi hann meðal annars „falska þjóðernishyggju“. McCain hlaut frelsisorðu Stjórnarskrármiðstöðvar Bandaríkjanna fyrir þjónustu sína við land og þjóð. Í þakkarræðu sinni fór hann hörðum orðum um þá pólitísku strauma sem hafa verið ríkjandi vestanhafs síðustu misseri. Virtist gagnrýnin beinast að Trump og stuðningsmönnum hans, að því er segir í frétt Politico. „Að óttast heiminn sem við höfum skipulagt og leitt í þrjá fjórðu af öld, að yfirgefa hugsjónir sem við höfum talað fyrir um allan heim, að hafna ábyrgð alþjóðlegrar forystu og skyldu okkar að vera „síðasta og besta von jarðar“ í þágu hálfbakaðrar, falskrar þjóðernishyggju sem fólk sem vill frekar finna blóraböggla en leysa vandamál hefur soðið saman er eins óþjóðrækið og fylgispekt við aðrar þreyttar kreddur fortíðarinnar sem Bandaríkjamenn hafa kastað á öskuhauga sögunnar,“ sagði McCain. Bandaríkin væru land hugsjónanna en ekki „blóð og jörð“. Vísaði McCain þar til einkennisorða Þýskalands nasismans. „Við munum ekki þrífast í heimi án forystu okkar og hugsjóna. Við myndum ekki eiga það skilið,“ sagði McCain. McCain hefur reynst Trump erfiður ljár í þúfu undanfarið. Þannig var hann einn örfárra öldungadeildarþingmanna repúblikana sem greiddi í atkvæði gegn frumvarpi flokksins um að afnema sjúkratryggingalögin Obamacare. Mætti hann meðal annars í þingsal beint úr meðferð við krabbameini í heila til að greiða atkvæði gegn frumvarpinu.
Donald Trump Tengdar fréttir McCain dreginn af sjúkrabeði til að kjósa um Obamacare Þingmenn repúblikana segjast ekki vita hvaða útgáfu af sjúkratryggingafrumvarpi flokksins þeir eigi að greiða atkvæði um í dag. John McCain, sem greindist með heilaæxli í síðustu viku, mætir til Washington-borgar sérstaklega til að greiða atkvæði. Erfiðlega hefur gengið fyrir flokksforystuna um að ná meirihluta um hvað eigi að koma í staðinn fyrir Obamacare. 25. júlí 2017 08:29 McCain bregður fæti fyrir flokksbræður sína, aftur Öldungardeildarþingmaðurinn John McCain segir að hann geti ekki stutt nýjustu tilraun samflokksmanna sinna í Repúblikanaflokknum til þess að ganga frá heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna, sem gengur undir nafninu Obamacare. 22. september 2017 21:14 Sagði heilaæxli hafa haft áhrif á ákvörðun McCains Haft var eftir þingmanni repúblikana að kosið hefði verið um afnám Obamacare klukkan hálf tvö um nótt og að John McCain gæti hafa verið illa fyrir kallaður vegna veikinda sinna. 9. ágúst 2017 22:15 Repúblikanar andæfa fordómum og Trump forseta Margir háttsettir repúblikanar hafa gagnrýnt furðuleg ummæli Donalds Trump forseta um óeirðirnar í Charlottesville í gær. Helstu leiðtogar þeirra hafa þó hikað við að beina spjótum sínum beint að forsetanum. 16. ágúst 2017 10:29 Mest lesið Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Erlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Fleiri fréttir Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Sjá meira
McCain dreginn af sjúkrabeði til að kjósa um Obamacare Þingmenn repúblikana segjast ekki vita hvaða útgáfu af sjúkratryggingafrumvarpi flokksins þeir eigi að greiða atkvæði um í dag. John McCain, sem greindist með heilaæxli í síðustu viku, mætir til Washington-borgar sérstaklega til að greiða atkvæði. Erfiðlega hefur gengið fyrir flokksforystuna um að ná meirihluta um hvað eigi að koma í staðinn fyrir Obamacare. 25. júlí 2017 08:29
McCain bregður fæti fyrir flokksbræður sína, aftur Öldungardeildarþingmaðurinn John McCain segir að hann geti ekki stutt nýjustu tilraun samflokksmanna sinna í Repúblikanaflokknum til þess að ganga frá heilbrigðis- og sjúkratryggingakerfi Bandaríkjanna, sem gengur undir nafninu Obamacare. 22. september 2017 21:14
Sagði heilaæxli hafa haft áhrif á ákvörðun McCains Haft var eftir þingmanni repúblikana að kosið hefði verið um afnám Obamacare klukkan hálf tvö um nótt og að John McCain gæti hafa verið illa fyrir kallaður vegna veikinda sinna. 9. ágúst 2017 22:15
Repúblikanar andæfa fordómum og Trump forseta Margir háttsettir repúblikanar hafa gagnrýnt furðuleg ummæli Donalds Trump forseta um óeirðirnar í Charlottesville í gær. Helstu leiðtogar þeirra hafa þó hikað við að beina spjótum sínum beint að forsetanum. 16. ágúst 2017 10:29