Trúir varla að formanni Félags leikskólakennara sé alvara Ingvar Þór Björnsson skrifar 14. október 2017 09:57 Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra. Vísir/Ernir Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, segist varla trúa því að formanni Félags leikskólakennara sé alvara með þá hugmynd að fækka þurfi börnum í leikskólum. „Ég trúi því varla að formanni Félags leikskólakennara sé alvara með þessari hugmynd sinni. Það þarf að efla leikskólastigið en ekki draga úr þjónustu þess,“ segir Þorsteinn á Facebokk-síðu sinni.Í fréttablaðinu í dag var rætt við Harald Frey Gíslason, formann Félags leikskólakennara, um þá ákvörðun borgarráðs að veita leikskólakennurum borgarinnar tuttugu þúsund króna eingreiðslu sem lið í aðgerðum til að mæta manneklu og efla mannauð. Haraldur sagði að leggja þyrfti áherslu á að fækka börnum í leikskólum, fjölga undirbúningsstundum og færa starfsumhverfið nær því sem þekkist á öðrum skólastigum. „Við þurfum að spyrja okkur hvort við ættum ekki að hægja á vextinum á meðan við aukum nýliðun,“ sagði Haraldur.Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara.Vísir/GVAAðgengi að dagvistunarþjónustu einn af hornsteinum jafnréttis á vinnumarkaðiÞorsteinn segist vilja fjölga starfsfólki en ekki fækka börnum á leikskólum. „Aðgengi að dagvistunarþjónustu er í senn einn af hornsteinum jafnréttis á vinnumarkaði og forsenda fyrir atvinnuþátttöku foreldra. Að ógleymdu því að flestar ungar fjölskyldur byggja afkomu sína á því að- báðir foreldrar geta unnið,“ skrifar Þorsteinn. Þá segir Þorsteinn að formaðurinn ætti frekar að endurskoða afstöðu sína til hugmyndar borgarstjóra fyrir ári síðan að fá lífeyrisþega til að starfa á leikskólum. „Það kallar á langtímasýn þar sem ráðist er að rót vandans, launakjörum í samanburði við lengd háskólanáms, en til skemmri tíma þarf að tryggja þjónustuna. Þar gætu eldri borgarar verið góður liðstyrkur.“ Kosningar 2017 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, segist varla trúa því að formanni Félags leikskólakennara sé alvara með þá hugmynd að fækka þurfi börnum í leikskólum. „Ég trúi því varla að formanni Félags leikskólakennara sé alvara með þessari hugmynd sinni. Það þarf að efla leikskólastigið en ekki draga úr þjónustu þess,“ segir Þorsteinn á Facebokk-síðu sinni.Í fréttablaðinu í dag var rætt við Harald Frey Gíslason, formann Félags leikskólakennara, um þá ákvörðun borgarráðs að veita leikskólakennurum borgarinnar tuttugu þúsund króna eingreiðslu sem lið í aðgerðum til að mæta manneklu og efla mannauð. Haraldur sagði að leggja þyrfti áherslu á að fækka börnum í leikskólum, fjölga undirbúningsstundum og færa starfsumhverfið nær því sem þekkist á öðrum skólastigum. „Við þurfum að spyrja okkur hvort við ættum ekki að hægja á vextinum á meðan við aukum nýliðun,“ sagði Haraldur.Haraldur Freyr Gíslason, formaður Félags leikskólakennara.Vísir/GVAAðgengi að dagvistunarþjónustu einn af hornsteinum jafnréttis á vinnumarkaðiÞorsteinn segist vilja fjölga starfsfólki en ekki fækka börnum á leikskólum. „Aðgengi að dagvistunarþjónustu er í senn einn af hornsteinum jafnréttis á vinnumarkaði og forsenda fyrir atvinnuþátttöku foreldra. Að ógleymdu því að flestar ungar fjölskyldur byggja afkomu sína á því að- báðir foreldrar geta unnið,“ skrifar Þorsteinn. Þá segir Þorsteinn að formaðurinn ætti frekar að endurskoða afstöðu sína til hugmyndar borgarstjóra fyrir ári síðan að fá lífeyrisþega til að starfa á leikskólum. „Það kallar á langtímasýn þar sem ráðist er að rót vandans, launakjörum í samanburði við lengd háskólanáms, en til skemmri tíma þarf að tryggja þjónustuna. Þar gætu eldri borgarar verið góður liðstyrkur.“
Kosningar 2017 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira