Rooney bjargaði stigi fyrir Everton | Sjáðu mörkin

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Everton og Brighton skildu jöfn 1-1 í fyrri leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Leikurinn hafði verið afar bragðdaufur, en Everton þó verið meira með boltann.

Anthony Knockaert kom nýliðunum yfir á 82. mínútu en Wayne Rooney jafnaði svo metinn úr vítaspyrnu á 90. mínútu.

Vítaspyrnan kom eftir aukaspyrnu Gylfa Þórs Sigurðssonar, en Bruno Saltor braut af sér í viðskiptum við Dominic Calvert-Lewin inni í teig.

Bæði lið eru með átta stig eftir leikinn, líkt og Swansea, West Ham, Stoke og Southampton, en þeir spila við Newcastle seinna í dag.

Vítaspyrna Wayne Rooney gæti hafa bjargað starfi Ronald Koeman sem stjóra liðsins, en margir telja afar heitt undir sæti hans þessa dagana.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira