Tía Hreiðars Levý dugði ekki til sigurs: „Hann á svo mörg líf í boltanum“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 12. október 2017 12:00 Hreiðar Levý Guðmundsson, markvörður Gróttu í Olís-deild karla í handbolta, fór á kostum í leik liðsins á móti Stjörnunni í fimmtu umferð deildarinnar. Landsliðsmarkvörðurinn fyrrverandi hélt Gróttu á floti í leiknum með 23 vörðum skotum og 49 prósent hlutfallsmarkvörslu. Hann fékk tíu í heildareinkunn fyrir frammistöðu sína hjá HB Statz. Því miður dugði frammistaða hans ekki til sigurs því Stjarnan vann með einu marki. Grótta er enn í leit að fyrsta sigrinum en liðið er á botni deildarinnar. „Hann er væntanlega með næst bestu tölfræðina af öllum sem eru að spila hérna heima. Mér finnst hann eiga svo mörg líf. Hann var einhvernveginn að deyja í þessu en nú er hann kominn aftur,“ sagði Gunnar Berg Viktorsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, í þættinum á þriðjudagskvöldið. Það er svo sannarlega rétt hjá Gunnari því Hreiðar er í öðru sæti á styrkleikalista HB Statz með einkunn upp á 8,52 en efstur er Björgvin Páll Gústavsson með 9,36. Nú styttist í Evrópumótið og hlýtur Hreiðar að gera tilkall til endurkomu í landsliðið miðað við hvernig hann er að spila, eða hvað? Jóhann Gunnar Einarsson er allvega ánægður með metnaðinn í markverðinum. „Hann er byrjaður að að vinna sem fasteignasali og maður hélt að metnaðurinn væri ekki alveg í handboltanum en svo heyrði maður eitthvað viðtal og hann er alveg klár,“ sagði Jóhann Gunnar. Umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Olís-deild karla Tengdar fréttir Hörkutólið og Hætt´essu: Kári jarðaður í Dalhúsum og Patrekur reiðist Selfyssingar misstu aðeins athyglina í leikhléi Patreks Jóhannessonar við litla kátínu þjálfarans. 12. október 2017 10:30 Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
Hreiðar Levý Guðmundsson, markvörður Gróttu í Olís-deild karla í handbolta, fór á kostum í leik liðsins á móti Stjörnunni í fimmtu umferð deildarinnar. Landsliðsmarkvörðurinn fyrrverandi hélt Gróttu á floti í leiknum með 23 vörðum skotum og 49 prósent hlutfallsmarkvörslu. Hann fékk tíu í heildareinkunn fyrir frammistöðu sína hjá HB Statz. Því miður dugði frammistaða hans ekki til sigurs því Stjarnan vann með einu marki. Grótta er enn í leit að fyrsta sigrinum en liðið er á botni deildarinnar. „Hann er væntanlega með næst bestu tölfræðina af öllum sem eru að spila hérna heima. Mér finnst hann eiga svo mörg líf. Hann var einhvernveginn að deyja í þessu en nú er hann kominn aftur,“ sagði Gunnar Berg Viktorsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar, í þættinum á þriðjudagskvöldið. Það er svo sannarlega rétt hjá Gunnari því Hreiðar er í öðru sæti á styrkleikalista HB Statz með einkunn upp á 8,52 en efstur er Björgvin Páll Gústavsson með 9,36. Nú styttist í Evrópumótið og hlýtur Hreiðar að gera tilkall til endurkomu í landsliðið miðað við hvernig hann er að spila, eða hvað? Jóhann Gunnar Einarsson er allvega ánægður með metnaðinn í markverðinum. „Hann er byrjaður að að vinna sem fasteignasali og maður hélt að metnaðurinn væri ekki alveg í handboltanum en svo heyrði maður eitthvað viðtal og hann er alveg klár,“ sagði Jóhann Gunnar. Umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Hörkutólið og Hætt´essu: Kári jarðaður í Dalhúsum og Patrekur reiðist Selfyssingar misstu aðeins athyglina í leikhléi Patreks Jóhannessonar við litla kátínu þjálfarans. 12. október 2017 10:30 Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta er mjög ljúft“ Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Hófu titilvörnina með öruggum sigri Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Fimmta tap Gróttu í röð Sjö íslensk mörk í sjötta sigri Veszprém í röð Heimaliðin byrja vel á EM Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Sjá meira
Hörkutólið og Hætt´essu: Kári jarðaður í Dalhúsum og Patrekur reiðist Selfyssingar misstu aðeins athyglina í leikhléi Patreks Jóhannessonar við litla kátínu þjálfarans. 12. október 2017 10:30