Innlent

Í beinni: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Aðeins sex flokkar af tólf sem ætla að bjóða fram í komandi alþingiskosningum eru búnir að stilla upp öllum framboðslistum en frestur til að skila inn listum rennur út á föstudaginn. Fjallað verður nánar um þetta í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þar sýnum við líka frá fagnaðarlátum sem stóðu fram á nótt í Reykjavík vegna afreks íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, sem tryggði sér í gærkvöldi sæti á HM næsta sumar. Við sýnum líka ótrúlegar myndir frá miklum skógareldum sem nú geysa í Kaliforníu og ræðum við framhaldsskólanema, sem segja ungt fólk of illa upplýst um stjórnmál.

Allt þetta og miklu fleira í fréttum Stöðvar tvö klukkan 18.30, og svo minnum við á kosningasjónvarp Stöðvar tvö sem hefst strax að loknum fréttum klukkan 19.10, í opinni dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×