Innlent

Stjórnun ferðamála ábótavant á Íslandi

Sveinn Arnarsson skrifar
Þessir ferðamenn kipptu sér ekki upp við að skýra stefnu skorti í málaflokknum að mati Ríkisendurskoðunar.
Þessir ferðamenn kipptu sér ekki upp við að skýra stefnu skorti í málaflokknum að mati Ríkisendurskoðunar. VÍSIR/PJETUR
Ábyrgð og hlutverkaskipting innan stjórnsýslu ferðamála er óskýr og ekki í samræmi við gildandi lög um skipan ferðamála. Að auki sé hlutverk Stjórnstöðvar ferðamála óskýrt og engin lög eða reglur séu um starfsemi hennar og hefur hún því ekkert stjórnsýslulegt vald eða ábyrgð.

Þetta er mat Ríkisendurskoðunar í nýrri stjórnsýsluúttekt um stjórnsýslu ferðamála sem birtist í gær. Ábyrgð málaflokksins væri dreifð um nær öll ráðuneyti og því mikilvægt að setja skýra stefnu um skipan ferðamála. Stjórnstöð ferðamála hefur að mati Ríkisendurskoðunar sætt nokkurri gagnrýni.

„Þá var bent á að ýmsu í starfi hennar hefði verið ábótavant, svo sem í undirbúningi mála fyrir stjórnarfundi og aðgengi að niðurstöðum verkefna.

Einnig voru gerðar athugasemdir við „of mikið vægi hagsmunaaðila í stjórn stjórnstöðvarinnar“ eins og segir í niðurstöðum Ríkisendurskoðunar.

Talið er stjórnstöðinni til tekna að starfsreglur stjórnar hafa verið samþykktar og birtar og fundargerðir stjórnstöðvarinnar einnig. Hins vegar hafa fundargerðir stjórnstöðvarinnar í ráðherratíð Ragnheiðar Elínar Árnadóttur ekki enn verið birtar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×