Erlent

Óveður í Evrópu veldur manntjóni

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Mikið vatnstjón hefur orðið í Hamburg.
Mikið vatnstjón hefur orðið í Hamburg. Vísir/AFP
Stormurinn Hervart hefur ollið talsverðu tjóni í Þýskalandi um helgina og er vitað um minnst fimm dauðsföll af völdum stormsins. Vindhraði fór upp í tæplega fimmtíu metra á sekúndu en lestarsamgöngur lágu víða niðri og rafmagn af. Þá flæddi Saxelfur yfir bakka sína og olli miklu vatnstjóni. Hervart náði einnig til Tékklands og Póllands en fjórir létu lífið í Tékklandi og Póllandi þegar tré féllu ofan á þá.

Stormurinn Ingolf hefur ollið talsverðu tjóni í Danmörku en lokað var fyrir Stórabeltisbrúna í dag vegna vindstyrks. Þá fór vindhraði upp í 40 metra á sekúndu á Suður-Jótlandi. Vatnshæð náði mest tæpum tveimur metrum í Óðinsvéum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×