Erlent

Sagðar nota WhatsApp til að forðast ágenga þingmenn

Samúel Karl Ólason skrifar
Í WhatsApp-hópi er meðal annars varað við því að fara með tilteknum þingmanni í leigubíl og konum bent á að fara ekki með öðrum inn í lyftu. Einn ráðherra er sagður hafa gripið í rass konu í samkomu.
Í WhatsApp-hópi er meðal annars varað við því að fara með tilteknum þingmanni í leigubíl og konum bent á að fara ekki með öðrum inn í lyftu. Einn ráðherra er sagður hafa gripið í rass konu í samkomu. Vísir/EPA
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, heitir því að meinta kynferðislega áreitni þingmanna gagnvart kvenkyns starfsmönnum breska þinghússins, í Westminster, verði rannsökuð. Starfsmennirnir eru sagðir nota skilaboðaþjónustuna WhatsApp til að vara hvora aðra við tilteknum þingmönnum og jafnvel ráðherrum í ríkisstjórn May.

Forsætisráðherrann hefur einnig kallað eftir því að allir með upplýsingar um áreitni stígi fram.

„Allar ásakanir verða tekna mjög alvarlega og við viljum hvetja fólk til að hafa samband við lögreglunna sé tilefni til rannsóknar hennar,“ sagði talsmaður May við fréttastofu Sky. May mun ekki vita til þess að ásökun um kynferðislega áreitni hafi verið lögð fram opinberlega.

Ásakanirnar komu fyrst fram í dagblaðinu Sun. Í frétt dagblaðsins er haft eftir heimildum að von gæti verið á afsögnum þingmanna vegna ásakanana og að þær nái til þingmanna allra flokka.

Sun birti skilaboð úr WhatsApp þar sem umræddar konur voru að nafngreina þingmenn og segja hvað þeir hefðu gert. Nöfnin hafa verið þurrkuð út.

Þar er meðal annars varað við því að fara með tilteknum þingmanni í leigubíl og konum bent á að fara ekki með öðrum inn í lyftu. Einn ráðherra er sagður hafa gripið í rass konu í samkomu.

Nú um helgina sagði einn þingmaður Verkamannaflokksins frá því á Twitter að hann muni benda leiðtogum flokksins á „skelfilegt framferði“ annars þingmanns Verkamannaflokksins gagnvart ungri konu. Hann spurði af hverju kvörtun hennar hefði verið hundsuð.

Samkvæmt Sky mun Mann hafa nefnt manninn við Jeremy Corbyn, formann Verkamannaflokksins, um síðustu helgi.

Einn heimildarmaður Sun sagði að umræddir menn væru orðnir vel þekktir meðal starfsmanna þinghússins og að búið væri að semja lista yfir þá fyrir nýja starfsmenn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×